Davíð kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn 26. febrúar 2007 10:45 Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Hreinn óskaði eftir fundinum með Davíð en á honum komu fram mjög alvarlegar ásakanir í garð Baugs og forsvarsmanna fyrirtæksins. Hreinn var á þessum tíma formaður einkavæðingarnefndar og ætlaði á fundinum að segja af sér. Hreinn var spurður út í fundinn fyrir dómi í dag og þar sagði hann Davíð hafa sakað fyrirtækið um að flytja úr landi fjármagn til að taka þátt í áhættufjárfestingum. Hreinn sagði Davíð hafa sagt forsvarsmenn fyrirtækisins allt glæpamenn sem væru á leið í fangelsi. Hann sakaði einnig Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson um að hafa notað fyrirtæki í Bandaríkjunum til að selja vörur til Baugs á hærra verði en þeir þurftu og hirða svo gróðann sjálfir. Á þessum tíma var Baugur í samstarfi við Vöruhúsið í Bandaríkjunum sem var í eigu Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds Sullenberger. Hreinn sagði það hafa komið fram á fundinum að Davíð væri algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, spurði Hrein hvort Davíð hefði hótað Baugi lögreglu- og skattrannsókn, líkt og Jón Ásgeir sagði fyrir rétti í síðustu viku. Hreinn svaraði því neitandi en að þungi hefði verið í ásökunum Davíðs og þær hefðu gert honum bilt við. Sigurður spurði Hrein einnig hvort hann hefði komið þeim skilaboðum til Davíðs að Baugur hefði verið til í að greiða fé til að losna við rannsókn. Hreinn svaraði því neitandi og sagði ásökun um það vera „ einhver smjörklípa sem er svo ósvífin að ég kemst ekki yfir það". Hreinn sagði mikla umræðu hafa verið um fyrirtækið í þjóðfélaginu haustið 2001 í tengslum við verðbólgu. Harkaleg umræða fór meðal annars fram á þingi um Baug og þess krafist að fyrirtækið yrði brotið upp. Fundurinn hefði svo gefið forsvarmönnum fyrirtækisins tilefni til að fara ofan í saumana á rekstri þess. Hreinn tók við sem stjórnarformaður Baugs um áramótin 1999 og 2000 en tók sér hlé frá störfum frá maí 2002 fram í október sama ár. Hreinn Loftsson er fyrsta vitnið í málinu en alls eru þau um nítíu. Eftir hádegi mæta svo Sigfús R. Sigfússon og Jóhannes Jónsson í réttarsal. Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Hreinn óskaði eftir fundinum með Davíð en á honum komu fram mjög alvarlegar ásakanir í garð Baugs og forsvarsmanna fyrirtæksins. Hreinn var á þessum tíma formaður einkavæðingarnefndar og ætlaði á fundinum að segja af sér. Hreinn var spurður út í fundinn fyrir dómi í dag og þar sagði hann Davíð hafa sakað fyrirtækið um að flytja úr landi fjármagn til að taka þátt í áhættufjárfestingum. Hreinn sagði Davíð hafa sagt forsvarsmenn fyrirtækisins allt glæpamenn sem væru á leið í fangelsi. Hann sakaði einnig Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson um að hafa notað fyrirtæki í Bandaríkjunum til að selja vörur til Baugs á hærra verði en þeir þurftu og hirða svo gróðann sjálfir. Á þessum tíma var Baugur í samstarfi við Vöruhúsið í Bandaríkjunum sem var í eigu Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds Sullenberger. Hreinn sagði það hafa komið fram á fundinum að Davíð væri algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, spurði Hrein hvort Davíð hefði hótað Baugi lögreglu- og skattrannsókn, líkt og Jón Ásgeir sagði fyrir rétti í síðustu viku. Hreinn svaraði því neitandi en að þungi hefði verið í ásökunum Davíðs og þær hefðu gert honum bilt við. Sigurður spurði Hrein einnig hvort hann hefði komið þeim skilaboðum til Davíðs að Baugur hefði verið til í að greiða fé til að losna við rannsókn. Hreinn svaraði því neitandi og sagði ásökun um það vera „ einhver smjörklípa sem er svo ósvífin að ég kemst ekki yfir það". Hreinn sagði mikla umræðu hafa verið um fyrirtækið í þjóðfélaginu haustið 2001 í tengslum við verðbólgu. Harkaleg umræða fór meðal annars fram á þingi um Baug og þess krafist að fyrirtækið yrði brotið upp. Fundurinn hefði svo gefið forsvarmönnum fyrirtækisins tilefni til að fara ofan í saumana á rekstri þess. Hreinn tók við sem stjórnarformaður Baugs um áramótin 1999 og 2000 en tók sér hlé frá störfum frá maí 2002 fram í október sama ár. Hreinn Loftsson er fyrsta vitnið í málinu en alls eru þau um nítíu. Eftir hádegi mæta svo Sigfús R. Sigfússon og Jóhannes Jónsson í réttarsal.
Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira