BitTorrent ætla að selja löglegt efni 26. febrúar 2007 09:05 Veffyrirtækið BitTorrent sem löngum hefur verið talið einn helsti óvinur Hollywood fyrir að hafa fundið upp torrent-skráaskiptastaðalinn hefur nú slegist í lið með kvikmyndaiðnaðinum og ætlar að fara að selja kvikmyndir og sjónvarpsþætti á vefsíðu sinni og dreifa þeim með torrent-tækninni. Einnig er ætlunin að selja tónlist og tölvuleiki á síðu BitTorrent. Torrent-skráaskiptaaðferðin hefur vaxið mjög í vinsældum á meðal þeirra sem skiptast ólöglega á bíómyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist og forritum yfir internetið en með tækninni er hægt að sækja skrár frá mörgum notendum í einu. Þar sem hver notandi hleður upp aðeins broti af skrá, broti sem eitt og sér er ekki höfundarréttarvarið, hafa samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali verið í miklum vandræðum með að hamla útbreiðslu skráa sem menn skiptast á með torrent-staðlinum. Hver notandi hleður niður skrá með endingunni .torrent úr gagnagrunnum vefsíðna og veitir sú skrá upplýsingar til torrent-forrits um hvaða búta eigi að sækja og hvaða tengdir notendur bjóða bútana. Um leið og notandi er kominn með einn bút af skrá getur hann svo miðlað henni áfram til annarra notenda og fyrir vikið getur náðst mikill hraði á torrent-niðurhali, sérstaklega ef margir eru að sækja skrána í einu sem oft er tilfellið með nýja sjónvarpsþætti og bíómyndir. Íslendingar hafa verið mjög duglegir að nýta sér torrent-tæknina og er starfrækt íslensk miðlun .torrent-skráa á vefsíðunni www.torrent.is. Þar eru yfir 10 þúsund notendur skráðir og meira en 2500 virkar .torrent-skrár í boði. Tækni Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Veffyrirtækið BitTorrent sem löngum hefur verið talið einn helsti óvinur Hollywood fyrir að hafa fundið upp torrent-skráaskiptastaðalinn hefur nú slegist í lið með kvikmyndaiðnaðinum og ætlar að fara að selja kvikmyndir og sjónvarpsþætti á vefsíðu sinni og dreifa þeim með torrent-tækninni. Einnig er ætlunin að selja tónlist og tölvuleiki á síðu BitTorrent. Torrent-skráaskiptaaðferðin hefur vaxið mjög í vinsældum á meðal þeirra sem skiptast ólöglega á bíómyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist og forritum yfir internetið en með tækninni er hægt að sækja skrár frá mörgum notendum í einu. Þar sem hver notandi hleður upp aðeins broti af skrá, broti sem eitt og sér er ekki höfundarréttarvarið, hafa samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali verið í miklum vandræðum með að hamla útbreiðslu skráa sem menn skiptast á með torrent-staðlinum. Hver notandi hleður niður skrá með endingunni .torrent úr gagnagrunnum vefsíðna og veitir sú skrá upplýsingar til torrent-forrits um hvaða búta eigi að sækja og hvaða tengdir notendur bjóða bútana. Um leið og notandi er kominn með einn bút af skrá getur hann svo miðlað henni áfram til annarra notenda og fyrir vikið getur náðst mikill hraði á torrent-niðurhali, sérstaklega ef margir eru að sækja skrána í einu sem oft er tilfellið með nýja sjónvarpsþætti og bíómyndir. Íslendingar hafa verið mjög duglegir að nýta sér torrent-tæknina og er starfrækt íslensk miðlun .torrent-skráa á vefsíðunni www.torrent.is. Þar eru yfir 10 þúsund notendur skráðir og meira en 2500 virkar .torrent-skrár í boði.
Tækni Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira