Í verðkönnun á fjölmörgum innfluttum vörutegundum á Íslandi og sömu vörum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi kemur í ljós að verð hér er mjög oft lægra, eða sambærilegt. Þegar verðmunur er Íslandi í óhag skýrist hann yfirleitt af háum verndartollum.
Félag íslenskra stórkaupmanna lét framkvæma könnunina dagana 9.-14. febrúar.
Hún náði einungis til vörutegunda sem fluttar eru inn hingað til lands.
Tilgangurinn var að leiða í ljós hvernig verð á ákveðnum innfluttum vörum væri á Íslandi í samanburði við hin löndin.