Bikarmót fimleikasambands Íslands í hópfimleikum fór fram í Seljaskóla í gær. Þar mátti sjá stórglsæileg tilþrif. Mótið var tvískipt, fimm lið kepptu í kvennaflokki í TeamGym en tvö lið í blönduðum flokki karla og kvenna þar sem keppt er eftir Evrópureglum.
Í þessum hluta voru veitt verðlaun fyrir samanlagðan árangur. Bikarmeistari í TeamGym kvenna varð lið Gerplu en Bikarmeistarar í blönduðum flokki varð lið Ármannsog Gróttu.
Í seinni hlutanum var keppt eftir landsreglum. Í landsreglum geta liðin keppt í einu, tveimur eða þremur áhöldum. Verðlaun voru veitt fyrir einstök áhöld en ekki samanlagðan árangur. Alls tóku átta lið þátt í þessum hluta. Bikarmeistari á gólfi varð lið Selfoss og bikarmeistarar á dýnu var lið Ármanns sem varð einnig bikarmeistari á trampolíni. Fjöldi áhorfenda var samankominn í Seljaskóla í gær og skemmti sér konunglega yfir frábærum tilþrifum keppenda.
Fín tilþrif á bikarmótinu í fimleikum
Mest lesið



Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn
