Maður var numinn á brott um hádegisbil í dag eftir meintar líkamsmeiðingar tveggja handrukkara. Honum var hótað frekari barsmíðum ef hann útvegaði ekki peninga til að greiða skuld. Atvikið átti sér stað við útibú SPRON í Skeifunni.
Maður og kona á þrítugsaldri eru í haldi lögreglu grunuð um verknaðinn. Meint fórnarlamb er karlmaður á þrítugsaldri. Hann er með áverka á öxl og í andliti eftir barsmíðarnar.