Á morgun verður undirritaður samningur í Höfða um lóð fyrir Háskólann í Reykjavík í Vatnsmýrinni. Þá verður einnig undirrituð samstarfsyfirlýsing Reykjavíkurborgar og HR vegna aukins samstarfs í kennslu, þróun og rannsóknum. Markmiðið er að styrkja Háskólann í Reykjavík og efla Reykjavíkurborg sem alþjóðlega háskólaborg.
Þá verður einnig undirrituð viljayfirlýsing í Höfða á morgun um samstarf Orkuveitu Reykjavíkur og HR á sviði orkurannsókna í tengslum við Orkurannsóknarsetur Háskólans í Reykjavík.