Stóðhesta TÖLT veisla á fimmtudaginn! 12. febrúar 2007 07:22 Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. Hulda hyggst tefla fram stóðhestinum Völsungi frá Reykjavík sem m.a. sigraði töltið á Suðurlandsmótinu í fyrra. Sigurvegari fjórgangsins í ár og Meistaradeildar VÍS í fyrra er Atli Guðmundsson og hann ætlar að koma með Dynjanda frá Dalvík í töltið. Dynjandi fór á kostum í fjórgangnum þar sem hann sigraði Þorvald Árna og Rökkva frá Hárlaugsstöðum eftir bráðabana. Atli lét þau orð falla að loknum fjórgangnum að hann ætlaði sér að vinna töltið einnig. Þorvaldur Árni segist bíða með tilhlökkun eftir töltinu og ekki er talið líklegt að hann ætli að láta Atla vinna sig tvisvar í röð. Þorri er kominn með nýjan keppnishest í tölti en taldi þó líklegra að hann kæmi með Rökkva á fimmtudaginn þó ekki sé útilokað að hann skipti um skoðun þegar nær dregur. Ekki náðist í Sigurð Sigurðarson en hann hefur sést við æfingar á Ingólfshvoli á Freyði frá Hafsteinsstöðum og Hyllingu frá Kimbastöðum sem gerði töltgarðinn frægan á sínum yngri árum. En eins og flestir vita er Siggi með fullt hús gæðinga og því vonlaust að slá því föstu hvað hann dregur út þegar á hólminn er komið. Viðar Ingólfsson kemur að öllum líkindum með Tuma frá Stóra-Hofi sem ekki er þörf á að kynna hér frekar. En það er óhætt að spá fyrir um veislu á fimmtudagskvöld og samkvæmt óspurðum fréttum gætu hestar eins og Grunur frá Oddhóli, Markús frá Langholtsparti, Melódía frá Möðrufelli, Leiknir frá Vakursstöðum og fleiri glatt augu í Ölfushöll, en ráslisti verður birtur á miðvikudag. Töltið fer fram á Ingólfshvoli sem fyrr og hefjast leikar klukkan 19.30, B-úrslit fara fram klukkan 21.15 og A-úrslitin klukkan 22.00 Hægt verður að kaupa ársmiða á 3.500 krónur sem gildir út deildina. Hestar Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Sjá meira
Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. Hulda hyggst tefla fram stóðhestinum Völsungi frá Reykjavík sem m.a. sigraði töltið á Suðurlandsmótinu í fyrra. Sigurvegari fjórgangsins í ár og Meistaradeildar VÍS í fyrra er Atli Guðmundsson og hann ætlar að koma með Dynjanda frá Dalvík í töltið. Dynjandi fór á kostum í fjórgangnum þar sem hann sigraði Þorvald Árna og Rökkva frá Hárlaugsstöðum eftir bráðabana. Atli lét þau orð falla að loknum fjórgangnum að hann ætlaði sér að vinna töltið einnig. Þorvaldur Árni segist bíða með tilhlökkun eftir töltinu og ekki er talið líklegt að hann ætli að láta Atla vinna sig tvisvar í röð. Þorri er kominn með nýjan keppnishest í tölti en taldi þó líklegra að hann kæmi með Rökkva á fimmtudaginn þó ekki sé útilokað að hann skipti um skoðun þegar nær dregur. Ekki náðist í Sigurð Sigurðarson en hann hefur sést við æfingar á Ingólfshvoli á Freyði frá Hafsteinsstöðum og Hyllingu frá Kimbastöðum sem gerði töltgarðinn frægan á sínum yngri árum. En eins og flestir vita er Siggi með fullt hús gæðinga og því vonlaust að slá því föstu hvað hann dregur út þegar á hólminn er komið. Viðar Ingólfsson kemur að öllum líkindum með Tuma frá Stóra-Hofi sem ekki er þörf á að kynna hér frekar. En það er óhætt að spá fyrir um veislu á fimmtudagskvöld og samkvæmt óspurðum fréttum gætu hestar eins og Grunur frá Oddhóli, Markús frá Langholtsparti, Melódía frá Möðrufelli, Leiknir frá Vakursstöðum og fleiri glatt augu í Ölfushöll, en ráslisti verður birtur á miðvikudag. Töltið fer fram á Ingólfshvoli sem fyrr og hefjast leikar klukkan 19.30, B-úrslit fara fram klukkan 21.15 og A-úrslitin klukkan 22.00 Hægt verður að kaupa ársmiða á 3.500 krónur sem gildir út deildina.
Hestar Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Sjá meira