Lággjaldasímafyrirtækið SKO hefur nú slegist í hóp þeirra sem bjóða upp á svokallaða netsímaþjónustu. Netsíminn verður að sögn Ragnhildar Ágústsdóttur framkvæmdastjóra ódýrari valkostur á netsímamarkaði hérl á landi.
Með nýju þjónustunni geta viðskiptavinir SKO hringt og tekið á móti símtölum í tölvum og lækkað þannig símkostnað sinn. SKO netsíminn virkar að mörgu leyti svipað og heimasími og er hentugur þeim sem dveljast til lengri eða skemmri tíma erlendis. Í útlöndum eru símtöl gjaldfærð samkvæmt innanlandsverðskrá auk þess er ódýrara að hringja í erlend símanúmer.