Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbort gegn konu á veitingastað fyrir þremur árum. Hann var ákærður fyrir að hafa haft og reynt að hafa mök við konuna gegn vilja hennar með því að klippa göt á buxur hennar og sokkabuxur á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga eins og segir í dómnum. Þar segir enn fremur að þrátt fyrir að tafir hefðu orðið á rannsókn málsins hafi niðurstaða héraðsdóms, eins árs fangelsi verið staðfest. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur.
Eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot
