Eiður Smári: Saviola á tækifærið skilið 28. janúar 2007 12:15 Eiður Smári hefur mátt þola að vera á eftir Javier Saviola í goggunarröðinni hjá Barcelona upp á síðkastið. MYND/Getty Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir. Eiður Smári hefur færst fyrir aftan Argentínumanninn Javier Saviola í goggunarröð framherja hjá Barcelona á síðustu vikum. Saviola hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og skoraði meðal annars fimm mörk í tveimur bikarleikjum gegn Alaves fyrir skemmstu. Eiður Smári sagði við Marca að hann teldi eðlilegt að slík frammistaða verðskuldi áframhaldandi byrjunarliðssæti. “Hefði ég skorað þrennu í bikarleik og ekki fengið tækifæri í næsta deildarleik hefði ég orðið vonsvikinn,” sagði Eiður. Spurður um hvernig Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hefði útskýrt ákvörðun sína um að hafa Saviola áfram í byrjunarliðinu, sagðist Eiður ekki hafa farið fram á útskýringu. “Þetta var eðlileg ákvörðun. Saviola er að spila mjög vel um þessar mundir og hann átti þetta tækifæri skilið. Ég er auðvitað ekki ánægður með að vera ekki í liðinu en ég þarf einfaldlega að leggja harðar að mér og vinna sætið að nýju,” sagði Eiður. Saviola var í byrjunarliði Barcelona gegn Real Betis sl. miðvikudag og er búist við því að hann haldi sæti sínu gegn Celta Vigo annað kvöld, en sá leikur er í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári segir að þrátt fyrir samkeppnina séu hann og Saviola mestu mátar. “Hann er búinn að vera hérna lengi og er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins. Ég lít alls ekki á hann sem keppinaut. Ég er einfaldlega hluti af liði sem er skipað frábærum leikmönnum í hverri stöðu. Ég hef áður lent í slíku mótlæti á mínum ferli og komist í gegnum það,” segir Eiður, sem lítur á stöðuna sem ákveðna prófraun. “Ég hef fulla trú á að ég standist þessa prófraun. Ef ég hefði ekki slíka trú á sjálfum mér hefði ég aldrei komið hingað til Barcelona. Ég mun halda áfram að berjast um sæti í liðinu og nú þegar Samuel Eto´o er að verða leikfær mun baráttan harðna enn frekar.” Að lokum var Eiður spurður að því hvort að hann gæti hugsað sér að spila við hlið Saviola í framlínunni. “Ég og Saviola. Af hverju ekki?” svaraði hann að bragði. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir. Eiður Smári hefur færst fyrir aftan Argentínumanninn Javier Saviola í goggunarröð framherja hjá Barcelona á síðustu vikum. Saviola hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og skoraði meðal annars fimm mörk í tveimur bikarleikjum gegn Alaves fyrir skemmstu. Eiður Smári sagði við Marca að hann teldi eðlilegt að slík frammistaða verðskuldi áframhaldandi byrjunarliðssæti. “Hefði ég skorað þrennu í bikarleik og ekki fengið tækifæri í næsta deildarleik hefði ég orðið vonsvikinn,” sagði Eiður. Spurður um hvernig Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hefði útskýrt ákvörðun sína um að hafa Saviola áfram í byrjunarliðinu, sagðist Eiður ekki hafa farið fram á útskýringu. “Þetta var eðlileg ákvörðun. Saviola er að spila mjög vel um þessar mundir og hann átti þetta tækifæri skilið. Ég er auðvitað ekki ánægður með að vera ekki í liðinu en ég þarf einfaldlega að leggja harðar að mér og vinna sætið að nýju,” sagði Eiður. Saviola var í byrjunarliði Barcelona gegn Real Betis sl. miðvikudag og er búist við því að hann haldi sæti sínu gegn Celta Vigo annað kvöld, en sá leikur er í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári segir að þrátt fyrir samkeppnina séu hann og Saviola mestu mátar. “Hann er búinn að vera hérna lengi og er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins. Ég lít alls ekki á hann sem keppinaut. Ég er einfaldlega hluti af liði sem er skipað frábærum leikmönnum í hverri stöðu. Ég hef áður lent í slíku mótlæti á mínum ferli og komist í gegnum það,” segir Eiður, sem lítur á stöðuna sem ákveðna prófraun. “Ég hef fulla trú á að ég standist þessa prófraun. Ef ég hefði ekki slíka trú á sjálfum mér hefði ég aldrei komið hingað til Barcelona. Ég mun halda áfram að berjast um sæti í liðinu og nú þegar Samuel Eto´o er að verða leikfær mun baráttan harðna enn frekar.” Að lokum var Eiður spurður að því hvort að hann gæti hugsað sér að spila við hlið Saviola í framlínunni. “Ég og Saviola. Af hverju ekki?” svaraði hann að bragði.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Sjá meira