Eiður Smári: Saviola á tækifærið skilið 28. janúar 2007 12:15 Eiður Smári hefur mátt þola að vera á eftir Javier Saviola í goggunarröðinni hjá Barcelona upp á síðkastið. MYND/Getty Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir. Eiður Smári hefur færst fyrir aftan Argentínumanninn Javier Saviola í goggunarröð framherja hjá Barcelona á síðustu vikum. Saviola hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og skoraði meðal annars fimm mörk í tveimur bikarleikjum gegn Alaves fyrir skemmstu. Eiður Smári sagði við Marca að hann teldi eðlilegt að slík frammistaða verðskuldi áframhaldandi byrjunarliðssæti. “Hefði ég skorað þrennu í bikarleik og ekki fengið tækifæri í næsta deildarleik hefði ég orðið vonsvikinn,” sagði Eiður. Spurður um hvernig Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hefði útskýrt ákvörðun sína um að hafa Saviola áfram í byrjunarliðinu, sagðist Eiður ekki hafa farið fram á útskýringu. “Þetta var eðlileg ákvörðun. Saviola er að spila mjög vel um þessar mundir og hann átti þetta tækifæri skilið. Ég er auðvitað ekki ánægður með að vera ekki í liðinu en ég þarf einfaldlega að leggja harðar að mér og vinna sætið að nýju,” sagði Eiður. Saviola var í byrjunarliði Barcelona gegn Real Betis sl. miðvikudag og er búist við því að hann haldi sæti sínu gegn Celta Vigo annað kvöld, en sá leikur er í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári segir að þrátt fyrir samkeppnina séu hann og Saviola mestu mátar. “Hann er búinn að vera hérna lengi og er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins. Ég lít alls ekki á hann sem keppinaut. Ég er einfaldlega hluti af liði sem er skipað frábærum leikmönnum í hverri stöðu. Ég hef áður lent í slíku mótlæti á mínum ferli og komist í gegnum það,” segir Eiður, sem lítur á stöðuna sem ákveðna prófraun. “Ég hef fulla trú á að ég standist þessa prófraun. Ef ég hefði ekki slíka trú á sjálfum mér hefði ég aldrei komið hingað til Barcelona. Ég mun halda áfram að berjast um sæti í liðinu og nú þegar Samuel Eto´o er að verða leikfær mun baráttan harðna enn frekar.” Að lokum var Eiður spurður að því hvort að hann gæti hugsað sér að spila við hlið Saviola í framlínunni. “Ég og Saviola. Af hverju ekki?” svaraði hann að bragði. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir. Eiður Smári hefur færst fyrir aftan Argentínumanninn Javier Saviola í goggunarröð framherja hjá Barcelona á síðustu vikum. Saviola hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og skoraði meðal annars fimm mörk í tveimur bikarleikjum gegn Alaves fyrir skemmstu. Eiður Smári sagði við Marca að hann teldi eðlilegt að slík frammistaða verðskuldi áframhaldandi byrjunarliðssæti. “Hefði ég skorað þrennu í bikarleik og ekki fengið tækifæri í næsta deildarleik hefði ég orðið vonsvikinn,” sagði Eiður. Spurður um hvernig Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hefði útskýrt ákvörðun sína um að hafa Saviola áfram í byrjunarliðinu, sagðist Eiður ekki hafa farið fram á útskýringu. “Þetta var eðlileg ákvörðun. Saviola er að spila mjög vel um þessar mundir og hann átti þetta tækifæri skilið. Ég er auðvitað ekki ánægður með að vera ekki í liðinu en ég þarf einfaldlega að leggja harðar að mér og vinna sætið að nýju,” sagði Eiður. Saviola var í byrjunarliði Barcelona gegn Real Betis sl. miðvikudag og er búist við því að hann haldi sæti sínu gegn Celta Vigo annað kvöld, en sá leikur er í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári segir að þrátt fyrir samkeppnina séu hann og Saviola mestu mátar. “Hann er búinn að vera hérna lengi og er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins. Ég lít alls ekki á hann sem keppinaut. Ég er einfaldlega hluti af liði sem er skipað frábærum leikmönnum í hverri stöðu. Ég hef áður lent í slíku mótlæti á mínum ferli og komist í gegnum það,” segir Eiður, sem lítur á stöðuna sem ákveðna prófraun. “Ég hef fulla trú á að ég standist þessa prófraun. Ef ég hefði ekki slíka trú á sjálfum mér hefði ég aldrei komið hingað til Barcelona. Ég mun halda áfram að berjast um sæti í liðinu og nú þegar Samuel Eto´o er að verða leikfær mun baráttan harðna enn frekar.” Að lokum var Eiður spurður að því hvort að hann gæti hugsað sér að spila við hlið Saviola í framlínunni. “Ég og Saviola. Af hverju ekki?” svaraði hann að bragði.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð