
Fótbolti
Man. Utd. að valta yfir Aston Villa

Topplið Manchester United er að sýna allar sínar bestu hliðar í leik sínum við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Þegar flautað hefur verið til hálfleiks er staðan 3-0, en Ji-Sung Park, Michael Carrick og Cristiano Ronaldo hafa skorað mörkin. Chelsea er einnig yfir gegn Wigan, 1-0, en það var Frank Lampard sem skoraði mark meistaranna.