Ástralinn Stuart Appleby segir að ungstirnið Michelle Wie eigi ekki möguleika á að keppa á karlamótum og segir allt of snemmt fyrir hana að reyna fyrir sér á þeim vettvangi. Wie tekur þátt í sínu 13. móti um næstu helgi sem fram fer á Havaí.
"Wie kom fimm árum og snemma inn á karlamótaröðina og ég held að hún ætti að hætta þessum barningi. Hún einfaldlega ekki tilbúin í þetta og hún er ekki að sanna neitt núna nema það að hún ræður ekki við að spila með körlunum," sagði Appleby.