Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu 9. janúar 2007 15:15 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á heimili konunnar reynt að þröngva henni til samræðis við sig þar sem hann hann brá belti um háls hennar og herti að, dró konuna niður á gólf með því að toga í beltið, settist klofvega ofan á hana, tók hana úr buxum og nærbuxum, þrýsti öðru hnénu á upphandlegg hennar og hélt henni þannig fastri um stund. Við þetta hlaut konan mar á hálsi, blæðingar undir húð á hálsi og andliti og marblett á hægri olnboga. Konan hélt því fram fyrir dómi að fyrrverandi eiginmaður sinn hefði brugðist svona við þegar hún neitaði að hafa við hann samræði en maðurinn hélt því fram að hann hefði reiðst vegna ásakana konunnar um hirðuleysi hans gagnvart dóttur þeirra. Þá neitaði hann að hafa reynt að nauðga konunni. Bent er á í dómnum að í málinu liggi ekki fyrir upplýsingar um hvernig ákærði fór að því að færa sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum þegar hún lá á gólfinu meðan hann hélt lykkjunni fastri um háls hennar og sat ofan á henni. Þá hafi konan sagst ekki muna hvernig ákærði náði henni úr fötunum eða hvort hann hafi eyðilagt fötin við það. Verði því ekki fram hjá því litið að mati dómsins að framburður stúlkunnar njóti ekki stuðnings í öðrum gögnum málsins að þessu leyti. Taldi dómurinn því að fyrir hendi væri skynsamlegur vafi um hvort maðurinn hefði fært sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum og sýknaði hann af ákæru um tilraun til nauðgunar. Hins vegar var hann sakfelldur fyrir líkamsárás sem dómurinn segir hafa verið lífshættulega, fólskulega og unna innan veggja heimilis fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður, sem átti sér einskis ills von frá hans hendi. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á að kynferðislegar hvatir hafi búið að baki árásinni verði engu síður að líta til þess að ofbeldi ákærða stóð yfir í umtalsverðan tíma og var til þess fallið að niðurlægja barnsmóður hans og svipta hana mannlegri reisn.Á hinn bóginn megi líta til þess að líkamlegir áverkar konunnar hafi verið smávægilegir og að ákærði hafi sýnt nokkur merki iðrunar í framhaldi af broti sínu enda þótt hann játaði það ekki fyrir lögreglu. Þá verði enn fremur að líta til þess að rúmlega tuttugu mánuðir séu liðnir frá því brotið var framið og að óútskýrðar tafir hefðu orðið á lögreglurannsókn málsins.Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi sannað að maðurinn hefði gert tilraun til að nauðga konunni. Því bæri að þyngja refsinguna og dæma hann í 18 mánaða fangelsi og til að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á heimili konunnar reynt að þröngva henni til samræðis við sig þar sem hann hann brá belti um háls hennar og herti að, dró konuna niður á gólf með því að toga í beltið, settist klofvega ofan á hana, tók hana úr buxum og nærbuxum, þrýsti öðru hnénu á upphandlegg hennar og hélt henni þannig fastri um stund. Við þetta hlaut konan mar á hálsi, blæðingar undir húð á hálsi og andliti og marblett á hægri olnboga. Konan hélt því fram fyrir dómi að fyrrverandi eiginmaður sinn hefði brugðist svona við þegar hún neitaði að hafa við hann samræði en maðurinn hélt því fram að hann hefði reiðst vegna ásakana konunnar um hirðuleysi hans gagnvart dóttur þeirra. Þá neitaði hann að hafa reynt að nauðga konunni. Bent er á í dómnum að í málinu liggi ekki fyrir upplýsingar um hvernig ákærði fór að því að færa sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum þegar hún lá á gólfinu meðan hann hélt lykkjunni fastri um háls hennar og sat ofan á henni. Þá hafi konan sagst ekki muna hvernig ákærði náði henni úr fötunum eða hvort hann hafi eyðilagt fötin við það. Verði því ekki fram hjá því litið að mati dómsins að framburður stúlkunnar njóti ekki stuðnings í öðrum gögnum málsins að þessu leyti. Taldi dómurinn því að fyrir hendi væri skynsamlegur vafi um hvort maðurinn hefði fært sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum og sýknaði hann af ákæru um tilraun til nauðgunar. Hins vegar var hann sakfelldur fyrir líkamsárás sem dómurinn segir hafa verið lífshættulega, fólskulega og unna innan veggja heimilis fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður, sem átti sér einskis ills von frá hans hendi. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á að kynferðislegar hvatir hafi búið að baki árásinni verði engu síður að líta til þess að ofbeldi ákærða stóð yfir í umtalsverðan tíma og var til þess fallið að niðurlægja barnsmóður hans og svipta hana mannlegri reisn.Á hinn bóginn megi líta til þess að líkamlegir áverkar konunnar hafi verið smávægilegir og að ákærði hafi sýnt nokkur merki iðrunar í framhaldi af broti sínu enda þótt hann játaði það ekki fyrir lögreglu. Þá verði enn fremur að líta til þess að rúmlega tuttugu mánuðir séu liðnir frá því brotið var framið og að óútskýrðar tafir hefðu orðið á lögreglurannsókn málsins.Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi sannað að maðurinn hefði gert tilraun til að nauðga konunni. Því bæri að þyngja refsinguna og dæma hann í 18 mánaða fangelsi og til að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira