Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl 5. janúar 2007 13:23 Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir.Eftir ábendingar frá tollayfirvöldum í Færeyjum ákváðu tollverðir að að skoða bíl Litháans og við skoðun á undirvagni bílsins kom í ljós að átt hafi verið við drifskaft hans. Til að athuga það nánar var borað gat á drifskaftið og þá rann út úr því hvítt duft sem við fíkniefnaprófun reyndist vera amfetamín.Við yfirheyrslur kvaðst maðurinn vera kominn hingað til lands til að starfa hér í nokkra mánuði. Segir í dómnum að hann hafi virst stressaður auk þess sem hann hafi ekki getað gefið skýr svör um hvar hann ætlaði að vinna eða hverjir hans tengiliðir væru. Þá hafi hann og haft óvenjulítinn farangur meðferðis. Enn fremur kom í ljós að maðurinn átti bókað far til baka með ferjunni þann 13. september.Síðar sagði hann að kunningi hans hefði sagt honum frá auglýsingu sem birst hefði á Netinu þar sem óskað hefði verið eftir manni til að flytja bifreið til Íslands og átti hann að fá þúsund evrur fyrir að taka verkið að sér. Hann hafi ákveðið að taka verkið að sér og kvaðst hann ekki hafa treyst sér til að skýra út á ensku raunverulegan tilgang ferðarinnar. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um að fíkniefni hefðu verið falin í bifreiðinni. Á þessar skýringar Litháans lagði dómurinn ekki trúnað og var hann því sakfelldur fyrir smyglið á þeim grundvelli að fíkniefnin hefðu verið ætluð til sölu hér á landi. Til frádráttar frá dómnum kemur gæsluvarðhald sem hann hefur mátt sæta frá 1. september á síðasta ári. Jafnframt var Litháinn dæmdur til að greiða nærri 800 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir.Eftir ábendingar frá tollayfirvöldum í Færeyjum ákváðu tollverðir að að skoða bíl Litháans og við skoðun á undirvagni bílsins kom í ljós að átt hafi verið við drifskaft hans. Til að athuga það nánar var borað gat á drifskaftið og þá rann út úr því hvítt duft sem við fíkniefnaprófun reyndist vera amfetamín.Við yfirheyrslur kvaðst maðurinn vera kominn hingað til lands til að starfa hér í nokkra mánuði. Segir í dómnum að hann hafi virst stressaður auk þess sem hann hafi ekki getað gefið skýr svör um hvar hann ætlaði að vinna eða hverjir hans tengiliðir væru. Þá hafi hann og haft óvenjulítinn farangur meðferðis. Enn fremur kom í ljós að maðurinn átti bókað far til baka með ferjunni þann 13. september.Síðar sagði hann að kunningi hans hefði sagt honum frá auglýsingu sem birst hefði á Netinu þar sem óskað hefði verið eftir manni til að flytja bifreið til Íslands og átti hann að fá þúsund evrur fyrir að taka verkið að sér. Hann hafi ákveðið að taka verkið að sér og kvaðst hann ekki hafa treyst sér til að skýra út á ensku raunverulegan tilgang ferðarinnar. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um að fíkniefni hefðu verið falin í bifreiðinni. Á þessar skýringar Litháans lagði dómurinn ekki trúnað og var hann því sakfelldur fyrir smyglið á þeim grundvelli að fíkniefnin hefðu verið ætluð til sölu hér á landi. Til frádráttar frá dómnum kemur gæsluvarðhald sem hann hefur mátt sæta frá 1. september á síðasta ári. Jafnframt var Litháinn dæmdur til að greiða nærri 800 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent