15 félög á eftir Beckham? 1. janúar 2007 21:30 David Beckham er á milli steins og sleggju þessa dagana. MYND/Getty Enska slúðurblaðið News of the World heldur því fram að 15 félög hafi sett sig í samband við umboðsmann David Beckham, með það fyrir augum að fá fyrrum enska landsliðsfyrirliðann til sín nú í janúar. Samningur Beckham við Real Madrid rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur lið. Blaðið tilgreinir ekki hvaða félög er um að ræða en haft er eftir Ramon Calderon, forseta Real, að tveggja ára samningur liggi á borðinu, tilbúin til undirskriftar. “Boltinn er hjá Beckham. Allir hér hjá félaginu vilja að hann verði áfram en framtíðin er undir honum sjálfum komin,” sagði Calderon. Beckham sjálfur sagði fyrir nokkru að hann hyggðist ekki fara frá Real nú í janúar heldur myndi hann frekar bíða fram á sumar. Honum er hins vegar frjálst að semja við hvaða félag sem er nú þegar innan við sex mánuðir eru eftir af samningi hans. Dagblaðið Marca á Spáni slær upp fyrirsögn í morgun þar sem segir að stuðningsmenn Real vilji frekar sjá franska landsliðsmanninn Frank Ribery hjá liðinu heldur en Beckham. Vísað er til niðurstaðna skoðanakönnunar á netinu þar sem spurt var hvort stuðningsmenn vildu frekar sjá Ribery eða Beckham á hægri vængnum. 71% gáfu Ribery sitt atkvæði. Hinn 23 ára gamli leikmaður Marseille hefur lengi verið orðaður við Real og er jafnvel talið að félagið muni bjóða í hann nú í janúar. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Enska slúðurblaðið News of the World heldur því fram að 15 félög hafi sett sig í samband við umboðsmann David Beckham, með það fyrir augum að fá fyrrum enska landsliðsfyrirliðann til sín nú í janúar. Samningur Beckham við Real Madrid rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur lið. Blaðið tilgreinir ekki hvaða félög er um að ræða en haft er eftir Ramon Calderon, forseta Real, að tveggja ára samningur liggi á borðinu, tilbúin til undirskriftar. “Boltinn er hjá Beckham. Allir hér hjá félaginu vilja að hann verði áfram en framtíðin er undir honum sjálfum komin,” sagði Calderon. Beckham sjálfur sagði fyrir nokkru að hann hyggðist ekki fara frá Real nú í janúar heldur myndi hann frekar bíða fram á sumar. Honum er hins vegar frjálst að semja við hvaða félag sem er nú þegar innan við sex mánuðir eru eftir af samningi hans. Dagblaðið Marca á Spáni slær upp fyrirsögn í morgun þar sem segir að stuðningsmenn Real vilji frekar sjá franska landsliðsmanninn Frank Ribery hjá liðinu heldur en Beckham. Vísað er til niðurstaðna skoðanakönnunar á netinu þar sem spurt var hvort stuðningsmenn vildu frekar sjá Ribery eða Beckham á hægri vængnum. 71% gáfu Ribery sitt atkvæði. Hinn 23 ára gamli leikmaður Marseille hefur lengi verið orðaður við Real og er jafnvel talið að félagið muni bjóða í hann nú í janúar.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira