Helmingur heimila í mínus Ingimar Karl Helgason skrifar 19. desember 2007 00:01 Fjórðungur heimila eyðir mun meiru en hann aflar mánaðarlega. „Þegar við skoðum neyslu, þá spyrjum við ekki hvernig hún er fjármögnuð,“ segir Guðrún R. Jónsdóttir, í vísitöludeild Hagstofunnar. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árin 2004 til 2006 eyðir helmingur heimila meiru en hann aflar. Sá fjórðungur þeirra sem hefur minnstar ráðstöfunartekjur að jafnaði eyðir fjórðungi meira en hann aflar. „Sumir fjármagna neyslu með lánum. Til dæmis geta námsmenn haft útgjöld sem eru meiri en sem nemur tekjunum,“ segir Guðrún. Neysluútgjöld heimilanna hafa aukist um tæplega átta prósent á tímabilinu 2003 til 2005, samkvæmt könnun Hagstofunnar. Meðalútgjöldin voru tæplega 368 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma hefur meðalstærð heimila minnkað lítillega og útgjöld á mann því aukist um 9,1 prósent. Tekjuminnsti fjórðungurinn, ríflega þrjátíu þúsund heimili, hefur að jafnaði 239.687 krónur til ráðstöfunar á mánuði. Sami fjórðungur eyðir að jafnaði 303.861 krónu á mánuði. Útgjöldin eru með öðrum orðum 126,8 prósent af ráðstöfunartekjum. Hjá þeim fjórðungi heimila sem næstminnstar hefur tekjurnar, eru útgjöldin litlu meiri en sem nemur tekjunum. Þetta snýst hins vegar við þegar komið er í tekjuhærri fjórðungana. Sá fjórðungur sem hefur næstmestar tekjur eyðir að jafnaði 93,5 prósentum þeirra og sá hópur sem mestar hefur tekjurnar eyðir 77,8 prósentum þeirra. Í könnun Hagstofunnar er tekið tillit til allra heimilistekna, þar á meðal fjármagnstekna, eftir skatta. Í útgjöldunum felst meðal annars kostnaður af neysluvörum og þjónustu, leiguígildi vegna afnota af eigin íbúð, tilkynninga- og vanskilagjöld. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir félagsgjöldum og styrkjum, sektum og fasteignakaupum. Fram kemur í rannsókn Hagstofunnar að heimili í dreifbýli eyða almennt meiru en þau afla. Útgjöldin eru 0,3 prósentustigum meiri en tekjurnar. Heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa almennt mestar tekjur, tæplega 410 þúsund krónur á mánuði. Heimili í þéttbýlisstöðum utan höfuðborgarsvæðisins eru að jafnaði með 364 þúsund krónur á mánuði en heimili í dreifbýli hafa innan við 350 þúsund krónur til ráðstöfunar. Héðan og þaðan Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Þegar við skoðum neyslu, þá spyrjum við ekki hvernig hún er fjármögnuð,“ segir Guðrún R. Jónsdóttir, í vísitöludeild Hagstofunnar. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árin 2004 til 2006 eyðir helmingur heimila meiru en hann aflar. Sá fjórðungur þeirra sem hefur minnstar ráðstöfunartekjur að jafnaði eyðir fjórðungi meira en hann aflar. „Sumir fjármagna neyslu með lánum. Til dæmis geta námsmenn haft útgjöld sem eru meiri en sem nemur tekjunum,“ segir Guðrún. Neysluútgjöld heimilanna hafa aukist um tæplega átta prósent á tímabilinu 2003 til 2005, samkvæmt könnun Hagstofunnar. Meðalútgjöldin voru tæplega 368 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma hefur meðalstærð heimila minnkað lítillega og útgjöld á mann því aukist um 9,1 prósent. Tekjuminnsti fjórðungurinn, ríflega þrjátíu þúsund heimili, hefur að jafnaði 239.687 krónur til ráðstöfunar á mánuði. Sami fjórðungur eyðir að jafnaði 303.861 krónu á mánuði. Útgjöldin eru með öðrum orðum 126,8 prósent af ráðstöfunartekjum. Hjá þeim fjórðungi heimila sem næstminnstar hefur tekjurnar, eru útgjöldin litlu meiri en sem nemur tekjunum. Þetta snýst hins vegar við þegar komið er í tekjuhærri fjórðungana. Sá fjórðungur sem hefur næstmestar tekjur eyðir að jafnaði 93,5 prósentum þeirra og sá hópur sem mestar hefur tekjurnar eyðir 77,8 prósentum þeirra. Í könnun Hagstofunnar er tekið tillit til allra heimilistekna, þar á meðal fjármagnstekna, eftir skatta. Í útgjöldunum felst meðal annars kostnaður af neysluvörum og þjónustu, leiguígildi vegna afnota af eigin íbúð, tilkynninga- og vanskilagjöld. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir félagsgjöldum og styrkjum, sektum og fasteignakaupum. Fram kemur í rannsókn Hagstofunnar að heimili í dreifbýli eyða almennt meiru en þau afla. Útgjöldin eru 0,3 prósentustigum meiri en tekjurnar. Heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa almennt mestar tekjur, tæplega 410 þúsund krónur á mánuði. Heimili í þéttbýlisstöðum utan höfuðborgarsvæðisins eru að jafnaði með 364 þúsund krónur á mánuði en heimili í dreifbýli hafa innan við 350 þúsund krónur til ráðstöfunar.
Héðan og þaðan Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira