Viðskiptatryggð margborgar sig 19. desember 2007 00:01 Fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir því að halda tryggð við viðskiptavini sína og sjá hag í því að efla viðskiptatryggð með ýmsu móti," segir Júlíus Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lausna, markaðsfyrirtækis sem sérhæfir sig í aðstoð við fyrirtæki, stofnanir og aðra við að greina þarfir og væntingar viðskiptavina. Lausnir luku nýverið við könnun á svonefndri viðskiptatryggð. Stuðst var við við úrtak 150 stjórnenda stórra og meðalstórra fyrirtækja hér á landi. Svarhlutfall var 76 prósent, sem merkir að 114 svöruðu. Í könnuninni kemur fram að mikill meirihluti þátttakenda hafi unnið að því skipulega eða keypt þjónustu, gagngert til þess að halda í viðskiptavini sína. Júlíus segir könnunina sýna að þeir sem hafi beitt skipulögðum aðgerðum sem þessum hafi séð mikinn árangur. Nokkrir þættir skipti máli, svo sem aukin samskipti við viðskiptavini, kannanir, námskeið og fleira í þeim dúr. „Menn og fyrirtæki eru farin að tengja sig betur viðskiptavininum," segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þessa. Í könnuninni kemur sömuleiðis fram að stjórnendur margra fyrirtækja telja að fyrirtæki þeirra tapi sem nemi fimm prósentum af heildartekjum vegna tapaðra viðskiptavina. Þetta er eðlilega mishátt en getur numið allt að 50 milljónum króna hjá fyrirtæki sem er með tekjur upp á einn milljarð króna. Upphæðin eykst svo í hlutfalli við tekjurnar. Júlíus segir að þarna sé í fyrsta sinn kominn verðmiði á tapaða viðskiptavini. „Fyrir brot af 50 milljónum er hægt að gera mjög vel við viðskiptavinina," segir hann. Júlíus segir að þegar viðskiptavinir yfirgefi fyrirtæki verði þau að leita leiða til að afla nýrra í þeirra stað. Það geti hins vegar orðið ærið dýrkeypt, að sögn Júlíusar, sem bendir á bandaríska könnun dr. Pauls R. Timms, eins af þekktustu fyrirlesurum í heimi á sviði stjórnunar, að kostnaðurinn geti orðið fimmfalt hærri en að halda í viðskiptavinina. „Það er því arðbær fjárfesting hjá fyrirtækjum að halda í viðskiptavini sína og gera vel við þá," segir hann. - jab Héðan og þaðan Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir því að halda tryggð við viðskiptavini sína og sjá hag í því að efla viðskiptatryggð með ýmsu móti," segir Júlíus Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lausna, markaðsfyrirtækis sem sérhæfir sig í aðstoð við fyrirtæki, stofnanir og aðra við að greina þarfir og væntingar viðskiptavina. Lausnir luku nýverið við könnun á svonefndri viðskiptatryggð. Stuðst var við við úrtak 150 stjórnenda stórra og meðalstórra fyrirtækja hér á landi. Svarhlutfall var 76 prósent, sem merkir að 114 svöruðu. Í könnuninni kemur fram að mikill meirihluti þátttakenda hafi unnið að því skipulega eða keypt þjónustu, gagngert til þess að halda í viðskiptavini sína. Júlíus segir könnunina sýna að þeir sem hafi beitt skipulögðum aðgerðum sem þessum hafi séð mikinn árangur. Nokkrir þættir skipti máli, svo sem aukin samskipti við viðskiptavini, kannanir, námskeið og fleira í þeim dúr. „Menn og fyrirtæki eru farin að tengja sig betur viðskiptavininum," segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þessa. Í könnuninni kemur sömuleiðis fram að stjórnendur margra fyrirtækja telja að fyrirtæki þeirra tapi sem nemi fimm prósentum af heildartekjum vegna tapaðra viðskiptavina. Þetta er eðlilega mishátt en getur numið allt að 50 milljónum króna hjá fyrirtæki sem er með tekjur upp á einn milljarð króna. Upphæðin eykst svo í hlutfalli við tekjurnar. Júlíus segir að þarna sé í fyrsta sinn kominn verðmiði á tapaða viðskiptavini. „Fyrir brot af 50 milljónum er hægt að gera mjög vel við viðskiptavinina," segir hann. Júlíus segir að þegar viðskiptavinir yfirgefi fyrirtæki verði þau að leita leiða til að afla nýrra í þeirra stað. Það geti hins vegar orðið ærið dýrkeypt, að sögn Júlíusar, sem bendir á bandaríska könnun dr. Pauls R. Timms, eins af þekktustu fyrirlesurum í heimi á sviði stjórnunar, að kostnaðurinn geti orðið fimmfalt hærri en að halda í viðskiptavinina. „Það er því arðbær fjárfesting hjá fyrirtækjum að halda í viðskiptavini sína og gera vel við þá," segir hann. - jab
Héðan og þaðan Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira