Jólagjöf til þjóðarinnar Þráinn Bertelsson skrifar 17. desember 2007 00:01 Tími venjulegrar manneskju skiptist í vinnutíma og frítíma. Samkvæmt verðmætamati þjóðfélagsins er vinnutími fremur lítils virði nema í undantekningartilvikum þegar um háttsetta aðila er að ræða. Vinnutími kvenna er yfirleitt mun ódýrari en vinnutími karla þótt ýmsar mælingar bendi til þess að kvenna- og karlaklukkustundir séu jafnlangar. VINNUTÍMI er fleygaður með frítíma sem skiptist í frístundir og svefnstundir. Svefnstundum fylgir ákveðið meðvitundarleysi sem gerir þær að erfiðri markaðsvöru. Frístundir eru ekki heldur metnar til fjár enda er gríðarleg áhersla lögð á að losa sig við þær og eyða þeim. Það er kallað að drepa tímann. Vinsælast er að drepa tímann úr leiðindum sem hafa farið í andleysislyftingu og eru markaðssett sem afþreying. UNDARLEG VIÐSKIPTI eiga sér stað með vinnutíma annars vegar og peninga hins vegar. Í þessum viðskiptum eru peningar mun verðmætari gjaldmiðill en vinnutími því að tryggt er með lögum að peningar skuli halda gildi sínu hvað sem yfir dynur. Sú lagasetning er kölluð verðtrygging og gildir aðeins um peninga. Það þýðir að nokkuð skortir upp á að jafnræði sé með þeim sem eiga peninga og þeim sem hafa aðeins úr vinnutíma að spila sér til framfæris. MIKIL GENGISÁHÆTTA fylgir því þegar fólk tekur lán í peningum og ætlar síðan að borga lánið með því að selja vinnutíma sinn. Verðgildi vinnutímans sveiflast stundum upp en oftar niður eftir duttlungum markaðarins meðan peningar eru verðtryggðir. Þetta þýðir að fólk getur lent í miklum vandræðum ef það tekur verðtryggða peninga að láni og hefur engar öruggar tekjur nema af óverðtryggðum vinnustundum. SVONEFND JÓL fara nú í hönd en þeim fylgir jafnan nokkur aukakostnaður, ekki síst vegna þess mikla frítíma sem fólk þarf að drepa meðan flestum vinnustöðum er lokað. Það væri því kærkomin jólagjöf til mikils meirihluta þjóðarinnar að annaðhvort verði verðtrygging á peningum lögð niður eða verðtrygging á vinnutíma tekin upp svo að jafnræðisregla í anda stjórnarskrár lýðveldisins gildi í viðskiptum með peninga og vinnutíma í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Tengdar fréttir Málæði er lýðræði Meðal þeirra skringistöðva í sjónvarpinu sem sú frábæra uppfinning fjarstýringin hefur gert manni kleift að staldra við á meðan aðrir heimilismeðlimir bregða sér frá er sú sem sendir frá Alþingi. Þar hef ég séð háttvirta þingmenn halda ræðu sem viðkomandi ræðumaður virtist ekki einu sinni sjálfur vera að hlusta á. 17. desember 2007 00:01 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Tími venjulegrar manneskju skiptist í vinnutíma og frítíma. Samkvæmt verðmætamati þjóðfélagsins er vinnutími fremur lítils virði nema í undantekningartilvikum þegar um háttsetta aðila er að ræða. Vinnutími kvenna er yfirleitt mun ódýrari en vinnutími karla þótt ýmsar mælingar bendi til þess að kvenna- og karlaklukkustundir séu jafnlangar. VINNUTÍMI er fleygaður með frítíma sem skiptist í frístundir og svefnstundir. Svefnstundum fylgir ákveðið meðvitundarleysi sem gerir þær að erfiðri markaðsvöru. Frístundir eru ekki heldur metnar til fjár enda er gríðarleg áhersla lögð á að losa sig við þær og eyða þeim. Það er kallað að drepa tímann. Vinsælast er að drepa tímann úr leiðindum sem hafa farið í andleysislyftingu og eru markaðssett sem afþreying. UNDARLEG VIÐSKIPTI eiga sér stað með vinnutíma annars vegar og peninga hins vegar. Í þessum viðskiptum eru peningar mun verðmætari gjaldmiðill en vinnutími því að tryggt er með lögum að peningar skuli halda gildi sínu hvað sem yfir dynur. Sú lagasetning er kölluð verðtrygging og gildir aðeins um peninga. Það þýðir að nokkuð skortir upp á að jafnræði sé með þeim sem eiga peninga og þeim sem hafa aðeins úr vinnutíma að spila sér til framfæris. MIKIL GENGISÁHÆTTA fylgir því þegar fólk tekur lán í peningum og ætlar síðan að borga lánið með því að selja vinnutíma sinn. Verðgildi vinnutímans sveiflast stundum upp en oftar niður eftir duttlungum markaðarins meðan peningar eru verðtryggðir. Þetta þýðir að fólk getur lent í miklum vandræðum ef það tekur verðtryggða peninga að láni og hefur engar öruggar tekjur nema af óverðtryggðum vinnustundum. SVONEFND JÓL fara nú í hönd en þeim fylgir jafnan nokkur aukakostnaður, ekki síst vegna þess mikla frítíma sem fólk þarf að drepa meðan flestum vinnustöðum er lokað. Það væri því kærkomin jólagjöf til mikils meirihluta þjóðarinnar að annaðhvort verði verðtrygging á peningum lögð niður eða verðtrygging á vinnutíma tekin upp svo að jafnræðisregla í anda stjórnarskrár lýðveldisins gildi í viðskiptum með peninga og vinnutíma í framtíðinni.
Málæði er lýðræði Meðal þeirra skringistöðva í sjónvarpinu sem sú frábæra uppfinning fjarstýringin hefur gert manni kleift að staldra við á meðan aðrir heimilismeðlimir bregða sér frá er sú sem sendir frá Alþingi. Þar hef ég séð háttvirta þingmenn halda ræðu sem viðkomandi ræðumaður virtist ekki einu sinni sjálfur vera að hlusta á. 17. desember 2007 00:01