Banakahólfið: Misjafnt gengi, líka í fréttum 12. desember 2007 00:01 ... Nokkur fljótfærnisbragur þykir á forsíðufrétt 24 stunda í gær þar sem slegið er upp sem mikilli nýbreytni væntanlegum íbúðalánum Sparnaðar ehf. í evrum. Tilfellið er nefnilega að hér hefur fólk átt þess kost um árabil að taka lán í evrum, hver í sínum viðskiptabanka, og þá á vaxtakjörum sem um þá mynt gilda hverju sinni. Meiri afglöp eru hins vegar að hvergi kemur fram í fréttinni að lántöku í annarri mynt en krónum fylgir gengisáhætta. Ef slík lán eru tekin þegar krónan er sterk hækkar jú höfuðstóllinn (í krónum talið) þegar hún veikist. Væntanlega hafa menn nú samt orð á þessari áhættu hjá Sparnaði þegar fólk tekur að leita upplýsinga þar um vænleika þess að taka slík lán. Kveður við nýjan tónÍ þeim forsmekk að fjármálaóróleika sem íslensku bankarnir fengust við í fyrra var alvanalegt í úttektum og greiningum erlendis að Glitnir var talinn vænsti kosturinn af þeim þremur. Var það gjarnan rakið til þess að viðskiptamódel bankans væri nær þeim evrópsku, meðan Kaupþing, sem gjarnan var talinn áhættusæknari og frekar að amerískri fyrirmynd í vaxtarstefnu, var óvinsælastur. Núna kveður heldur við annan tón í nýrri greiningu svissneska alþjóðabankans UBS. Þar segist UBS fremur mæla með bréfum Kaupþings en Glitnis, þar sem sá síðarnefndi reiði sig í meiri mæli á heimamarkað á Íslandi og svo í Noregi þar sem hægi á, auk þess sem Glitnir sé líklegri til að ráðast í fyrirtækjakaup.SMS-afmæliÞað eru fleiri en Jesús sem fagna tímamótum um þetta leytið en SMS-ið er komið á unglingsár, fagnar fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Fyrsta SMS-ið mun hafa verið sent á milli verkfræðinga sem störfuðu hjá breska farsímarisanum Vodafone og innihélt jólakveðju. Þetta þótti ágætur samskiptamáti fyrir vinnufélaga til að hafa samband sín á milli. Tæknin taldist þó ekki merkileg í fyrstu innan veggja farsímarisans. Það mun því hafa komið á óvart þegar hróðurinn barst út fyrir dyrnar. Nú er svo komið að milljónir þumla víða um heim leika um lyklaborð farsíma í dag. Þetta myndi nú kallast að láta koma sér þægilega á óvart. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Nokkur fljótfærnisbragur þykir á forsíðufrétt 24 stunda í gær þar sem slegið er upp sem mikilli nýbreytni væntanlegum íbúðalánum Sparnaðar ehf. í evrum. Tilfellið er nefnilega að hér hefur fólk átt þess kost um árabil að taka lán í evrum, hver í sínum viðskiptabanka, og þá á vaxtakjörum sem um þá mynt gilda hverju sinni. Meiri afglöp eru hins vegar að hvergi kemur fram í fréttinni að lántöku í annarri mynt en krónum fylgir gengisáhætta. Ef slík lán eru tekin þegar krónan er sterk hækkar jú höfuðstóllinn (í krónum talið) þegar hún veikist. Væntanlega hafa menn nú samt orð á þessari áhættu hjá Sparnaði þegar fólk tekur að leita upplýsinga þar um vænleika þess að taka slík lán. Kveður við nýjan tónÍ þeim forsmekk að fjármálaóróleika sem íslensku bankarnir fengust við í fyrra var alvanalegt í úttektum og greiningum erlendis að Glitnir var talinn vænsti kosturinn af þeim þremur. Var það gjarnan rakið til þess að viðskiptamódel bankans væri nær þeim evrópsku, meðan Kaupþing, sem gjarnan var talinn áhættusæknari og frekar að amerískri fyrirmynd í vaxtarstefnu, var óvinsælastur. Núna kveður heldur við annan tón í nýrri greiningu svissneska alþjóðabankans UBS. Þar segist UBS fremur mæla með bréfum Kaupþings en Glitnis, þar sem sá síðarnefndi reiði sig í meiri mæli á heimamarkað á Íslandi og svo í Noregi þar sem hægi á, auk þess sem Glitnir sé líklegri til að ráðast í fyrirtækjakaup.SMS-afmæliÞað eru fleiri en Jesús sem fagna tímamótum um þetta leytið en SMS-ið er komið á unglingsár, fagnar fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Fyrsta SMS-ið mun hafa verið sent á milli verkfræðinga sem störfuðu hjá breska farsímarisanum Vodafone og innihélt jólakveðju. Þetta þótti ágætur samskiptamáti fyrir vinnufélaga til að hafa samband sín á milli. Tæknin taldist þó ekki merkileg í fyrstu innan veggja farsímarisans. Það mun því hafa komið á óvart þegar hróðurinn barst út fyrir dyrnar. Nú er svo komið að milljónir þumla víða um heim leika um lyklaborð farsíma í dag. Þetta myndi nú kallast að láta koma sér þægilega á óvart.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira