Al Gore ávarpaði gesti Landsbankans 5. desember 2007 00:01 Al Gore hugsar grænt Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna ávarpaði orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, á dögunum. Mynd/Johny Bambury Yfir fjögur hundruð manns hlustuðu á framsöguræðu Al Gore á orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, í Dublin á Írlandi hinn 1. desember. Ávarp hans bar nafnið „Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina.“ Þegar Al Gore var kynntur til leiks sagði John Conroy, forstjóri Merrion Capital, að Dublin væri heiður að heimsókn Gore, „sem væri áhrifamesti maður um mikilvægasta málefni sem mannkynið stæði frammi fyrir í dag – loftslagsbreytingar“. Gore sagði áheyrendum, meðal annarra írskum og alþjóðlegum fjárfestum og forstjórum stórra fyrirtækja, að það væri sér mikil hvatning hve ofarlega umhverfismál væru á baugi í alþjóðlegum markaðsviðskiptum. Hann fagnaði einnig möguleikum á að versla með endurnýjanlega orkukvóta. Hann óskaði Írum til hamingju með góðan árangur í efnahagsmálum á undanförnum tíu árum. Þá sagði hann að „aukinni hagsæld [fylgdi] aukin siðferðisleg og pólitísk ábyrgð um að taka forystu í glímunni við loftslagsbreytingar.“ Þá sagði hann Írland geta gegnt lykilhlutverki meðal iðnríkja heims við að vekja athygli á umhverfisverndarmálum, í ljósi árangurs síns í viðskiptum og pólitískrar stöðu landsins. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að það sé skoðun bankans að alþjóðlegum fyrirtækjum beri skylda til að taka markvissa afstöðu til mikilvægra félagslegra og siðferðislegra mála og umhverfismála. Þar á meðal sé glíman við loftslagsbreytingar. Bankinn taki þátt í mörgum verkefnum til að framfylgja þeirri stefnu. Landsbankinn hefur lýst yfir stuðningi við leiðbeiningar OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki samkvæmt tilkynningunni. Þá hafi bankinn verið meðal þeirra sem fyrst skrifuðu undir alþjóðlega yfirlýsingu fjármálastofnana um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Bankaráð hafi lagt aukna áherslu á að fjárfesta í fyrirtækjum og verkefnum sem hvetja til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Bankinn hyggist leggja enn meira af mörkum til að stuðla að þróun á sjálfbærri nýtingu orku og auðlinda með því að nýta íslenska sérþekkingu á þessu sviði. Ísland sé í fremstu röð þegar kemur að notkun endurnýjanlegrar orku. Á komandi árum verður umhverfisvernd eitt af mikilvægum verkefnum bankans, samkvæmt tilkynningunni. Landsbankinn hafi mótað sína eigin umhverfisstefnu. Með viðskiptastefnu sinni vilji bankinn styðja við nýja tækni og nýjar lausnir á sviði endurnýtanlegrar orku. - hhs Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Yfir fjögur hundruð manns hlustuðu á framsöguræðu Al Gore á orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, í Dublin á Írlandi hinn 1. desember. Ávarp hans bar nafnið „Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina.“ Þegar Al Gore var kynntur til leiks sagði John Conroy, forstjóri Merrion Capital, að Dublin væri heiður að heimsókn Gore, „sem væri áhrifamesti maður um mikilvægasta málefni sem mannkynið stæði frammi fyrir í dag – loftslagsbreytingar“. Gore sagði áheyrendum, meðal annarra írskum og alþjóðlegum fjárfestum og forstjórum stórra fyrirtækja, að það væri sér mikil hvatning hve ofarlega umhverfismál væru á baugi í alþjóðlegum markaðsviðskiptum. Hann fagnaði einnig möguleikum á að versla með endurnýjanlega orkukvóta. Hann óskaði Írum til hamingju með góðan árangur í efnahagsmálum á undanförnum tíu árum. Þá sagði hann að „aukinni hagsæld [fylgdi] aukin siðferðisleg og pólitísk ábyrgð um að taka forystu í glímunni við loftslagsbreytingar.“ Þá sagði hann Írland geta gegnt lykilhlutverki meðal iðnríkja heims við að vekja athygli á umhverfisverndarmálum, í ljósi árangurs síns í viðskiptum og pólitískrar stöðu landsins. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að það sé skoðun bankans að alþjóðlegum fyrirtækjum beri skylda til að taka markvissa afstöðu til mikilvægra félagslegra og siðferðislegra mála og umhverfismála. Þar á meðal sé glíman við loftslagsbreytingar. Bankinn taki þátt í mörgum verkefnum til að framfylgja þeirri stefnu. Landsbankinn hefur lýst yfir stuðningi við leiðbeiningar OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki samkvæmt tilkynningunni. Þá hafi bankinn verið meðal þeirra sem fyrst skrifuðu undir alþjóðlega yfirlýsingu fjármálastofnana um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Bankaráð hafi lagt aukna áherslu á að fjárfesta í fyrirtækjum og verkefnum sem hvetja til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Bankinn hyggist leggja enn meira af mörkum til að stuðla að þróun á sjálfbærri nýtingu orku og auðlinda með því að nýta íslenska sérþekkingu á þessu sviði. Ísland sé í fremstu röð þegar kemur að notkun endurnýjanlegrar orku. Á komandi árum verður umhverfisvernd eitt af mikilvægum verkefnum bankans, samkvæmt tilkynningunni. Landsbankinn hafi mótað sína eigin umhverfisstefnu. Með viðskiptastefnu sinni vilji bankinn styðja við nýja tækni og nýjar lausnir á sviði endurnýtanlegrar orku. - hhs
Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira