Hluthöfum fækkar Björgvin Guðmundsson skrifar 5. desember 2007 00:01 Fundur Fjármálaeftirlitsins um yfirtökureglur Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, hefur velt upp þeirri spurningu hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum. Eignarhald á íslenska hlutabréfamarkaðnum er þröngt og hlutdeild einstaklinga í skráðum félögum hefur lækkað. Í samantekt Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stærsti eigandinn í félögum sem mynda úrvalsvísitöluna er að meðaltali með 31 prósents eignarhlut. Sé horft til tveggja stærstu eigendanna hækkar eignarhluturinn samanlagt að meðaltali í 45 prósent. Hlutdeild einstaklinga í hlutafé skráðra félaga hefur lækkað úr 17 prósentum í 11,6 prósent milli áranna 2002 og 2006. Hlutdeild þeirra aðila sem einkum fjárfesta fyrir hönd almennings hefur líka lækkað. Hludeild lífeyrissjóða fór úr 12 prósentum í 9,6 prósent á sama tímabili og hlutdeild verðbréfasjóða úr 4 prósentum í 1,2 prósent. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur vakið máls á því hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum, sem nú miðast við 40 prósenta eignarhlut eins eða tengdra aðila. Hann segir að yfirtökuskyldan eigi að tryggja minnihlutanum rétt til að geta losað hlut sinn á viðunandi kjörum kjósi hann það. „Á Íslandi hefur verið miðað við það að yfirráð næðust við 40 prósenta atkvæðavægi sem er nokkuð á skjön við önnur Vestur-Evrópuríki. Þetta viðmið virðist hafa verið ákveðið án sérstakra rannsókna eða rökstuðnings,“ segir Jónas. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað endurskoðun á núgildandi yfirtökureglum. Hann segir mikilvægt að vernda eigendur sem lent hafi í minnihluta í félagi. Farið verði yfir reglur um yfirtökuskyldu og tilboðsskyldu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, hefur varað markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu. Hann segir dæmi um slíkt virðingarleysi á íslenska markaðnum sem til lengri tíma rýri traust og hægi á vexti hans. Þorvaldur segir að þröngt eignarhald í íslenskum félögum og stundum „grunsamlega“ góð kynni manna á milli kalli á að reglurnar séu skýrar og farið sé eftir þeim þannig að utanaðkomandi fjárfestar treysti sér til þátttöku. Héðan og þaðan Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Eignarhald á íslenska hlutabréfamarkaðnum er þröngt og hlutdeild einstaklinga í skráðum félögum hefur lækkað. Í samantekt Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stærsti eigandinn í félögum sem mynda úrvalsvísitöluna er að meðaltali með 31 prósents eignarhlut. Sé horft til tveggja stærstu eigendanna hækkar eignarhluturinn samanlagt að meðaltali í 45 prósent. Hlutdeild einstaklinga í hlutafé skráðra félaga hefur lækkað úr 17 prósentum í 11,6 prósent milli áranna 2002 og 2006. Hlutdeild þeirra aðila sem einkum fjárfesta fyrir hönd almennings hefur líka lækkað. Hludeild lífeyrissjóða fór úr 12 prósentum í 9,6 prósent á sama tímabili og hlutdeild verðbréfasjóða úr 4 prósentum í 1,2 prósent. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur vakið máls á því hvort lækka eigi yfirtökumörk í skráðum félögum, sem nú miðast við 40 prósenta eignarhlut eins eða tengdra aðila. Hann segir að yfirtökuskyldan eigi að tryggja minnihlutanum rétt til að geta losað hlut sinn á viðunandi kjörum kjósi hann það. „Á Íslandi hefur verið miðað við það að yfirráð næðust við 40 prósenta atkvæðavægi sem er nokkuð á skjön við önnur Vestur-Evrópuríki. Þetta viðmið virðist hafa verið ákveðið án sérstakra rannsókna eða rökstuðnings,“ segir Jónas. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað endurskoðun á núgildandi yfirtökureglum. Hann segir mikilvægt að vernda eigendur sem lent hafi í minnihluta í félagi. Farið verði yfir reglur um yfirtökuskyldu og tilboðsskyldu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital fjárfestingarbanka, hefur varað markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu. Hann segir dæmi um slíkt virðingarleysi á íslenska markaðnum sem til lengri tíma rýri traust og hægi á vexti hans. Þorvaldur segir að þröngt eignarhald í íslenskum félögum og stundum „grunsamlega“ góð kynni manna á milli kalli á að reglurnar séu skýrar og farið sé eftir þeim þannig að utanaðkomandi fjárfestar treysti sér til þátttöku.
Héðan og þaðan Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira