Frábær heilaleikfimi 28. nóvember 2007 00:01 Áslaug Friðriksdóttir „Uppáhaldið mitt í dag er Sunnudagskrossgáta Morgunblaðsins. Alveg frábær heilaleikfimi og skemmtun,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri veffyrirtækisins Sjá. Hún segir að áhugamálin fyrir utan vinnuna hafi tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. „Ég hef alltaf átt ákveðin áhugamál, svo sem að fylgjast með pólitík, synda og fara í bíó. Eitthvað sem er auðvelt án þess að þurfa að skipuleggja það sérstaklega.“ Áslaus segist hafa ferðast mikið og farið á skíði og göngur áður en börnin komu til sögunnar, en hún á nú þrjú. „Meðan börnin eru lítil og geta ekki fylgt manni í hvað sem er hefur maður þróað svona hliðaráhugamál sem hægt er að sinna heima við.“ „Það besta sem ég veit er að eiga góð stund til að sitja yfir krossgátunni og reyna við hvert orðið á fætur öðru,“ segir Áslaug brosandi og bætir því við að oft sé erfitt að slíta sig frá gátunni. „Þegar gestir koma í heimsókn er oft bara brugðið á það ráð að fá alla með í leikinn þannig að stundum situr heilt matarboð og pælir í gegnum þetta.“ Áslaug segist ekki oft ná að ljúka allri gátunni. „En ég er svo heppin að ég veit um fólk úti í bæ sem deilir áhugamálinu. Við skiptumst á vísbendingum þegar mér þykir ég hafa fullreynt eitthvað.“ Samskiptanetið í kringum gátuna sé ótrúlega stórt. „Stundum fær maður vísbendingar í gegnum langsótt og skemmtileg tengsl,“ segir Áslaug. Þar sé stríðnin stundum við völd. „Og maður fær það alveg óþvegið hversu heimskur er hægt að vera,“ segir Áslaug Friðriksdóttir og hlær.- ikh Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Uppáhaldið mitt í dag er Sunnudagskrossgáta Morgunblaðsins. Alveg frábær heilaleikfimi og skemmtun,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri veffyrirtækisins Sjá. Hún segir að áhugamálin fyrir utan vinnuna hafi tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. „Ég hef alltaf átt ákveðin áhugamál, svo sem að fylgjast með pólitík, synda og fara í bíó. Eitthvað sem er auðvelt án þess að þurfa að skipuleggja það sérstaklega.“ Áslaus segist hafa ferðast mikið og farið á skíði og göngur áður en börnin komu til sögunnar, en hún á nú þrjú. „Meðan börnin eru lítil og geta ekki fylgt manni í hvað sem er hefur maður þróað svona hliðaráhugamál sem hægt er að sinna heima við.“ „Það besta sem ég veit er að eiga góð stund til að sitja yfir krossgátunni og reyna við hvert orðið á fætur öðru,“ segir Áslaug brosandi og bætir því við að oft sé erfitt að slíta sig frá gátunni. „Þegar gestir koma í heimsókn er oft bara brugðið á það ráð að fá alla með í leikinn þannig að stundum situr heilt matarboð og pælir í gegnum þetta.“ Áslaug segist ekki oft ná að ljúka allri gátunni. „En ég er svo heppin að ég veit um fólk úti í bæ sem deilir áhugamálinu. Við skiptumst á vísbendingum þegar mér þykir ég hafa fullreynt eitthvað.“ Samskiptanetið í kringum gátuna sé ótrúlega stórt. „Stundum fær maður vísbendingar í gegnum langsótt og skemmtileg tengsl,“ segir Áslaug. Þar sé stríðnin stundum við völd. „Og maður fær það alveg óþvegið hversu heimskur er hægt að vera,“ segir Áslaug Friðriksdóttir og hlær.- ikh
Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira