Barnagull 12. nóvember 2007 00:01 Eftir að hafa drepið tímann með nöguðum húsdýrabeinum í meira en þúsund ár stendur íslenskum börnum til boða að eignast alvöruleikföng. Heimskunnar barnamenningarstofnanir eins og Toys 'R Us (Leikföng 'rum við) og Just4Kids (Bara fyrir börn) hafa loksins sett upp útibú hérna á skerinu. Fram á síðustu öld þekktist ekki afþreying handa börnum á Íslandi nema einhvers konar hreyfing sem útheimti líkamlega fyrirhöfn og óþarfa fitubrennslu ef undan eru skilin upptrekkt leikföng eins og spiladósir handa heldri manna börnum. ÞEGAR vísindamönnum tókst að þróa rafhlöður sem voru nógu smáar til að nýtast sem orkugjafar fór loksins að hægjast um hjá íslenskum börnum. Þau gátu kastað mæðinni og sest niður í makindum og látið leikföngin skemmta sér í stað þess að vera sjálf á sífelldum þönum. Skömmu síðar kom sjónvarp fram á sjónarsviðið og með tilkomu þess minnkaði stórlega þörfin fyrir aðra afþreyingu enda er sjónvarpið svar okkar Vesturlandabúa við þrásetu austrænna hugleiðsluiðkenda í leit að því fullkomna tómi sem stundum er kallað nirvana. LEIKJAÞÖRFIN fylgir mannskepnunni frá vöggu til grafar. Hinn viti borni maður er líka nefndur „homo ludens", maðurinn sem leikur sér. Leikir barna endurspegla athafnir hinna fullorðnu og athafnir hinna fullorðnu eru uppblásnar útgáfur af leikjum æskunnar án hláturs og gáska. Bílarnir sem strákar leika sér að stækka með þeim og verða að jeppum og mótorhjólum og brúður og brúðuhúsgögn stelpnanna breytast í „hús og hýbýli". Reyndar varð stökkbreyting á leikjum telpna árið 1959 þegar dúkkan Barbie kom fram á sjónarsviðið. Fram að þeim tíma höfðu brúður verið frumstæðar eftirlíkingar af manneskjum en með hinni grannvöxnu Barbie varð dúkkan sjálf að fyrirmynd barnsins. EITT hefur þó ekki breyst í aldanna rás, sem sé hinn endanlegi tilgangur allra leikja að standa uppi sem sigurvegari í lok leiks. Mælikvarði fullorðna fólksins á sigur eða tap heitir gull. Til að börnin okkar verði sigurvegarar gefum við þeim barnagull. Hamingjan er svo úr allt annarri óperu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Eftir að hafa drepið tímann með nöguðum húsdýrabeinum í meira en þúsund ár stendur íslenskum börnum til boða að eignast alvöruleikföng. Heimskunnar barnamenningarstofnanir eins og Toys 'R Us (Leikföng 'rum við) og Just4Kids (Bara fyrir börn) hafa loksins sett upp útibú hérna á skerinu. Fram á síðustu öld þekktist ekki afþreying handa börnum á Íslandi nema einhvers konar hreyfing sem útheimti líkamlega fyrirhöfn og óþarfa fitubrennslu ef undan eru skilin upptrekkt leikföng eins og spiladósir handa heldri manna börnum. ÞEGAR vísindamönnum tókst að þróa rafhlöður sem voru nógu smáar til að nýtast sem orkugjafar fór loksins að hægjast um hjá íslenskum börnum. Þau gátu kastað mæðinni og sest niður í makindum og látið leikföngin skemmta sér í stað þess að vera sjálf á sífelldum þönum. Skömmu síðar kom sjónvarp fram á sjónarsviðið og með tilkomu þess minnkaði stórlega þörfin fyrir aðra afþreyingu enda er sjónvarpið svar okkar Vesturlandabúa við þrásetu austrænna hugleiðsluiðkenda í leit að því fullkomna tómi sem stundum er kallað nirvana. LEIKJAÞÖRFIN fylgir mannskepnunni frá vöggu til grafar. Hinn viti borni maður er líka nefndur „homo ludens", maðurinn sem leikur sér. Leikir barna endurspegla athafnir hinna fullorðnu og athafnir hinna fullorðnu eru uppblásnar útgáfur af leikjum æskunnar án hláturs og gáska. Bílarnir sem strákar leika sér að stækka með þeim og verða að jeppum og mótorhjólum og brúður og brúðuhúsgögn stelpnanna breytast í „hús og hýbýli". Reyndar varð stökkbreyting á leikjum telpna árið 1959 þegar dúkkan Barbie kom fram á sjónarsviðið. Fram að þeim tíma höfðu brúður verið frumstæðar eftirlíkingar af manneskjum en með hinni grannvöxnu Barbie varð dúkkan sjálf að fyrirmynd barnsins. EITT hefur þó ekki breyst í aldanna rás, sem sé hinn endanlegi tilgangur allra leikja að standa uppi sem sigurvegari í lok leiks. Mælikvarði fullorðna fólksins á sigur eða tap heitir gull. Til að börnin okkar verði sigurvegarar gefum við þeim barnagull. Hamingjan er svo úr allt annarri óperu.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun