Útrásin eykur álagið 7. nóvember 2007 00:01 Jónas Fr. Jónsson forstjóri FME Starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) erlendis hefur stóraukist á innan við tveimur árum samfara útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin starfa nú í tuttugu og einu landi en fyrir aðeins tveimur árum voru löndin tólf. Starfsemin fer ýmist fram í útibúum, dótturfélögum eða á umboðsskrifstofum. FME fylgist með þessari starfsemi. „Þegar íslenskt fjármálafyrirtæki stofnar útibú erlendis, hvílir eftirlitsskyldan á heimalandi fyrirtækisins en þegar um er að ræða dótturfélög eða umboðsskrifstofu, fylgist FME með í gegnum erlendar eftirlitsstofnanir," segir Már Másson hjá FME. Hann segir að þetta auki töluvert á álagið hjá FME. Því sé mætt með fleiri starfsmönnum og aukinni skilvirkni. „Útibúavæðingin er það sem mestu breytir í okkar starfi," segir Már og bætir því við að að jafnaði sé gert ráð fyrir einum tíunda úr stöðugildi fyrir hvert íslenskt útibú sem opnað er erlendis hvort heldur í EES-ríki eða utan. „Við gerum sérstaka samstarfssamninga við eftirlitsstofnanir í ríkjum utan EES, líkt og í Kína, þar sem Glitnir hefur hafið starfsemi. Í þessum samningum er meðal annars kveðið á um að stofnanir deili upplýsingum." Már segir að FME stefni að því að fjölga stöðugildum um yfir tíu fyrir lok næsta árs, meðal annars vegna útrásarinnar. Auknar fjárheimildir til FME fóðri það. Þá berist FME árlega um fjögur þúsund skýrslur frá eftirlitsskyldum aðilum. Verið sé að þróa rafrænt kerfi til að vinna úr þeim, en í því felist meðal annars sjálfvirk vöktun sem geri FME kleift að greina frávik um leið og upplýsingarnar berast. „Það eykur skilvirknina umtalsvert," segir Már Másson. Héðan og þaðan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) erlendis hefur stóraukist á innan við tveimur árum samfara útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin starfa nú í tuttugu og einu landi en fyrir aðeins tveimur árum voru löndin tólf. Starfsemin fer ýmist fram í útibúum, dótturfélögum eða á umboðsskrifstofum. FME fylgist með þessari starfsemi. „Þegar íslenskt fjármálafyrirtæki stofnar útibú erlendis, hvílir eftirlitsskyldan á heimalandi fyrirtækisins en þegar um er að ræða dótturfélög eða umboðsskrifstofu, fylgist FME með í gegnum erlendar eftirlitsstofnanir," segir Már Másson hjá FME. Hann segir að þetta auki töluvert á álagið hjá FME. Því sé mætt með fleiri starfsmönnum og aukinni skilvirkni. „Útibúavæðingin er það sem mestu breytir í okkar starfi," segir Már og bætir því við að að jafnaði sé gert ráð fyrir einum tíunda úr stöðugildi fyrir hvert íslenskt útibú sem opnað er erlendis hvort heldur í EES-ríki eða utan. „Við gerum sérstaka samstarfssamninga við eftirlitsstofnanir í ríkjum utan EES, líkt og í Kína, þar sem Glitnir hefur hafið starfsemi. Í þessum samningum er meðal annars kveðið á um að stofnanir deili upplýsingum." Már segir að FME stefni að því að fjölga stöðugildum um yfir tíu fyrir lok næsta árs, meðal annars vegna útrásarinnar. Auknar fjárheimildir til FME fóðri það. Þá berist FME árlega um fjögur þúsund skýrslur frá eftirlitsskyldum aðilum. Verið sé að þróa rafrænt kerfi til að vinna úr þeim, en í því felist meðal annars sjálfvirk vöktun sem geri FME kleift að greina frávik um leið og upplýsingarnar berast. „Það eykur skilvirknina umtalsvert," segir Már Másson.
Héðan og þaðan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira