Vilji Guðs Dr. Gunni skrifar 24. október 2007 20:34 Af því það sem blasir við er svo niðurdrepandi eitthvað - að við séum aðeins örverur sem hringsnúast á jarðarkúlu í lífvana svartnætti í algjöru tilgangsleysi og næsta líf í mesta lagi í milljón ljósára fjarlægð, og þá kannski bara í formi slíms - hefur meirihluti jarðarbúa sammælst um að það hljóti bara að vera eitthvað meira, og jafnvel einhver æðri tilgangur með þessu basli öllu. Einhvers staðar, í annarri vídd jafnvel, er því búið að hola niður Guði og hans stórkostlega himnaríki, sem er örugglega útúrhannað og Innlit/útlit þyrfti að taka þrjá þætti í að fjalla um. Nákvæm staðsetning er á huldu og himnaríki hefur aldrei sést í stjörnukíkjum, en fólk efast samt ekkert um þetta, enda þægileg tilhugsun að komast á svona eðalstað þegar staðið er frammi fyrir gangi lífsins. Guð, sem enginn hefur séð en margir hafa talað við, hefur ekki heimsótt okkur í árþúsundir. Þegar hann kom síðast blés hann nokkrum náungum heilögum anda í brjóst og lét þá skrifa leiðarvísi fyrir lífið sjálft með alls konar fyrirmælum, boðum og bönnum. Í dag hefur fullorðið fólk enn atvinnu af því að vera útsendarar Guðs á jörðinni og á fullu kaupi frá ríkinu rífst það árlega um það hvort samkynhneigðum skuli veitt sömu mannréttindi og öðrum. Frá þessu er sagt í fjölmiðlum og sömu grettu andlitin birtast, jafn forpokuð og fordómafull og á síðasta ári, veifandi leiðarvísinum og farandi með sömu þreyttu tugguna. Sífellt kvarnast þó úr forpokanum og ég spái því að fullkomin mannréttindi fái samkynhneigðir árið 2011. Nú er illt í efni fyrir þá sem telja sig í hvað innilegustu sambandi við Guð. Út var að koma ný þýðing á leiðarvísinum og hún er alls ekki jafn forpokuð og sú síðasta. Búið er að breyta fyrirmælunum í átt til þess félagslega siðferðis sem nútímafólki þykir eðlilegt. Hinir forpokuðu ætla því að gefa skít í nýja leiðarvísinn og halda sig við gömlu góðu útgáfuna með „kynvillingunum" og öðru fornaldarfíniríi, enda vita þeir fyrir víst að Guð er fornaldargaur, og örugglega ekki með internet heima hjá sér eða neitt. Meðan örverurnar á jarðarkúlunni drepa tímann í að rífast um vilja Guðs heyrist merkilega lítið í honum sjálfum. Hmm. Gæti verið að …? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Af því það sem blasir við er svo niðurdrepandi eitthvað - að við séum aðeins örverur sem hringsnúast á jarðarkúlu í lífvana svartnætti í algjöru tilgangsleysi og næsta líf í mesta lagi í milljón ljósára fjarlægð, og þá kannski bara í formi slíms - hefur meirihluti jarðarbúa sammælst um að það hljóti bara að vera eitthvað meira, og jafnvel einhver æðri tilgangur með þessu basli öllu. Einhvers staðar, í annarri vídd jafnvel, er því búið að hola niður Guði og hans stórkostlega himnaríki, sem er örugglega útúrhannað og Innlit/útlit þyrfti að taka þrjá þætti í að fjalla um. Nákvæm staðsetning er á huldu og himnaríki hefur aldrei sést í stjörnukíkjum, en fólk efast samt ekkert um þetta, enda þægileg tilhugsun að komast á svona eðalstað þegar staðið er frammi fyrir gangi lífsins. Guð, sem enginn hefur séð en margir hafa talað við, hefur ekki heimsótt okkur í árþúsundir. Þegar hann kom síðast blés hann nokkrum náungum heilögum anda í brjóst og lét þá skrifa leiðarvísi fyrir lífið sjálft með alls konar fyrirmælum, boðum og bönnum. Í dag hefur fullorðið fólk enn atvinnu af því að vera útsendarar Guðs á jörðinni og á fullu kaupi frá ríkinu rífst það árlega um það hvort samkynhneigðum skuli veitt sömu mannréttindi og öðrum. Frá þessu er sagt í fjölmiðlum og sömu grettu andlitin birtast, jafn forpokuð og fordómafull og á síðasta ári, veifandi leiðarvísinum og farandi með sömu þreyttu tugguna. Sífellt kvarnast þó úr forpokanum og ég spái því að fullkomin mannréttindi fái samkynhneigðir árið 2011. Nú er illt í efni fyrir þá sem telja sig í hvað innilegustu sambandi við Guð. Út var að koma ný þýðing á leiðarvísinum og hún er alls ekki jafn forpokuð og sú síðasta. Búið er að breyta fyrirmælunum í átt til þess félagslega siðferðis sem nútímafólki þykir eðlilegt. Hinir forpokuðu ætla því að gefa skít í nýja leiðarvísinn og halda sig við gömlu góðu útgáfuna með „kynvillingunum" og öðru fornaldarfíniríi, enda vita þeir fyrir víst að Guð er fornaldargaur, og örugglega ekki með internet heima hjá sér eða neitt. Meðan örverurnar á jarðarkúlunni drepa tímann í að rífast um vilja Guðs heyrist merkilega lítið í honum sjálfum. Hmm. Gæti verið að …?