Engin kreppa á toppnum Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2007 00:01 Sölumenn B&L spá því að BMW X6 verði næsta uppáhald íslenskra bílaunnenda. Sala lúxusbíla hefur blómstrað það sem af er ári á sama tíma og dregið hefur verulega úr sölu „venjulegri“ bíla. Heildarsalan dróst saman um 2.319 bíla frá upphafi árs og fram til 19. október. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu er þetta 14,9 prósenta samdráttur miðað við í fyrra. Á sama tíma hefur sala aukist á nær öllum tegundum svokallaðra lúxusbíla. Fram til 19. október höfðu nýir eigendur rúmlega fjórtán hundruð stykkja af lúxusbílum ekið út um dyr íslenskra bílaumboða. Til lúxusbíla teljast hér bílar sem kosta frá 4,5 milljónum króna að tuttugu milljónum og upp úr. Heildarfjöldi seldra bíla var 13.245 á tímabilinu. Lúxusbílar eru því hátt í ellefu prósent allra seldra bíla á þessu ári. Á þessu ári hefur mesta sprengingin orðið í sölu á Land Rover-jeppum. Sala þeirra jókst um hundrað prósent á tímabilinu. Í heild hafa 254 slíkir jeppar verið seldir á árinu. Vinsælastur Roveranna hefur verið Range Rover Sport. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, sem fer með umboð Land Rover, hafa um hundrað slíkir jeppar selst það sem af er ári. Þeir kosta á bilinu sjö til tólf milljónir króna. Andrés Jónsson, kynningarstjóri B&L, segir að af eftirspurninni að dæma muni ekki draga úr sölu lúxusbifreiða á næstunni. „Það er ekki svo langt síðan við vorum með eitt og hálft stöðugildi í kringum sölu lúxusbifreiða. Í dag erum við með fjóra í vinnu, eingöngu við sölu Land Rover og BMW. Þessir sölumenn hafa varla við.“ B&L hefur einnig umboðið fyrir BMW. Sala á BMW, sem kostar yfir 4,5 milljónir, hefur verið góð á árinu og aukist um þrettán prósent miðað við árið í fyrra. Það er þó minni aukning en til að mynda á sölu Audi, sem hefur aukist um 62 prósent, og Mercedes Benz, sem hefur aukist um rúm hundrað prósent. Sölumenn B&L spá því að næsti lúxusbíllinn til að slá í gegn verði BMW X6. „Þessi bíll kemur ekki á söluskrá fyrr en á næsta ári. Þrátt fyrir það erum við þegar farin að taka niður pantanir. Það er ekki ólíklegt að þeir sem vilji skera sig úr muni velja þennan bíl. Hann er sambland af klassískum lúxusjeppa og sportbíl,“ segir Andrés. BMW X6 mun kosta á bilinu 8,5 til 14 milljónir króna. Einn vinsælustu forstjórajeppanna fyrr og síðar er Toyota Land Cruiser. Á þessu ári hafa 465 nýir jeppar af þeirri tegund selst hér á landi. Jón Óskar Halldórsson hjá Toyota á Íslandi segir það nokkru minni sölu en í fyrra. Hins vegar sé búist við sprengingu á næsta ári, þegar Land Cruiser 200 kemur til landsins. Hann er ekki enn kominn á söluskrá. Þrátt fyrir það eru um þrjú hundruð manns þegar komnir á biðlista eftir honum. Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Sala lúxusbíla hefur blómstrað það sem af er ári á sama tíma og dregið hefur verulega úr sölu „venjulegri“ bíla. Heildarsalan dróst saman um 2.319 bíla frá upphafi árs og fram til 19. október. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu er þetta 14,9 prósenta samdráttur miðað við í fyrra. Á sama tíma hefur sala aukist á nær öllum tegundum svokallaðra lúxusbíla. Fram til 19. október höfðu nýir eigendur rúmlega fjórtán hundruð stykkja af lúxusbílum ekið út um dyr íslenskra bílaumboða. Til lúxusbíla teljast hér bílar sem kosta frá 4,5 milljónum króna að tuttugu milljónum og upp úr. Heildarfjöldi seldra bíla var 13.245 á tímabilinu. Lúxusbílar eru því hátt í ellefu prósent allra seldra bíla á þessu ári. Á þessu ári hefur mesta sprengingin orðið í sölu á Land Rover-jeppum. Sala þeirra jókst um hundrað prósent á tímabilinu. Í heild hafa 254 slíkir jeppar verið seldir á árinu. Vinsælastur Roveranna hefur verið Range Rover Sport. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, sem fer með umboð Land Rover, hafa um hundrað slíkir jeppar selst það sem af er ári. Þeir kosta á bilinu sjö til tólf milljónir króna. Andrés Jónsson, kynningarstjóri B&L, segir að af eftirspurninni að dæma muni ekki draga úr sölu lúxusbifreiða á næstunni. „Það er ekki svo langt síðan við vorum með eitt og hálft stöðugildi í kringum sölu lúxusbifreiða. Í dag erum við með fjóra í vinnu, eingöngu við sölu Land Rover og BMW. Þessir sölumenn hafa varla við.“ B&L hefur einnig umboðið fyrir BMW. Sala á BMW, sem kostar yfir 4,5 milljónir, hefur verið góð á árinu og aukist um þrettán prósent miðað við árið í fyrra. Það er þó minni aukning en til að mynda á sölu Audi, sem hefur aukist um 62 prósent, og Mercedes Benz, sem hefur aukist um rúm hundrað prósent. Sölumenn B&L spá því að næsti lúxusbíllinn til að slá í gegn verði BMW X6. „Þessi bíll kemur ekki á söluskrá fyrr en á næsta ári. Þrátt fyrir það erum við þegar farin að taka niður pantanir. Það er ekki ólíklegt að þeir sem vilji skera sig úr muni velja þennan bíl. Hann er sambland af klassískum lúxusjeppa og sportbíl,“ segir Andrés. BMW X6 mun kosta á bilinu 8,5 til 14 milljónir króna. Einn vinsælustu forstjórajeppanna fyrr og síðar er Toyota Land Cruiser. Á þessu ári hafa 465 nýir jeppar af þeirri tegund selst hér á landi. Jón Óskar Halldórsson hjá Toyota á Íslandi segir það nokkru minni sölu en í fyrra. Hins vegar sé búist við sprengingu á næsta ári, þegar Land Cruiser 200 kemur til landsins. Hann er ekki enn kominn á söluskrá. Þrátt fyrir það eru um þrjú hundruð manns þegar komnir á biðlista eftir honum.
Héðan og þaðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira