Teymi horfir til heimamarkaðar 16. október 2007 16:26 Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Teymis, og Árni Pétur Jónsson forstjóri fara yfir stöðuna eftir fyrirtækjakaup og breytingar í síðustu viku. Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. Áherslur voru skerptar í starfsemi félagsins með kaupum á öllu hlutafé Landsteina Strengs og Hugar Ax síðasta fimmtudag og með sölu á 80 prósenta hlut í hlutdeildarfélaginu Hands Holding. Eftir þau viðskipti á Teymi 14,5 prósent í Hands Holding og nemur bókfært verð 101 milljón króna. Ábyrgð Teymis á skuldbindingum Hands Holding lækkaði hins vegar úr 7,5 milljörðum króna og nemur nú um 2,7 milljörðum. Ólafur segir Teymi allar götur hafa haft mjög mikinn áhuga á þeim einingum sem keyptar voru út úr Hands Holding. „Við höfum ekki verið að sinna þeirri þjónustu sem þessi fyrirtæki bjóða nema að mjög takmörkuðu leyti innan Teymis fram til þessa. Í sjálfu sér fyllum við með þessu upp í þjónustuframboð." Hina hliðina á skildingnum segir Ólafur snúa að skuldbindingum og eignarhaldi á Hands Holding. „Við höfum þar verið með tæplega 49 prósenta eignarhluta og verið í ábyrgðum fyrir skuldbindingum Hands Holding út af skiptingunni sem átti sér stað í fyrra," segir hann og vísar til þess þegar félaginu Dagsbrún var skipt upp í upplýsinga- og fjarskiptahlutann Teymi og fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn. „Núna minnkuðu þær ábyrgðir verulega, bæði samhliða þessum viðskiptum og öðrum sem áttu sér stað innan Hands Holding, svo sem með sölunni á Opnum kerfum." Ljóst er hins vegar orðið að Teymi og Nýherji eru stóru leikendurnir á sviði upplýsingatækninnar hér. „Þess vegna var náttúrlega mjög sérstakt að tilkynningar um viðskipti félaganna skyldu lenda á sama deginum. En þetta segir okkur kannski að enn meiri vakning sé að verða fyrir upplýsingatækni og hún að ná sér á strik aftur. Það er ekki langt síðan þessi geiri fór ansi illa í netbólutalinu öllu." Ólafur segir að innan Teymis horfi menn bjartsýnir fram á veginn enda standi að félaginu fyrirtæki sem eigi sér bæði langa og farsæla sögu. „Innan upplýsingatæknigeirans eru engin vandamál og félögin okkar að gera góða hluti. Kögun hefur unnið upp tekjutapið sem varð við brotthvarf hersins og hefur verið að vaxa töluvert með veflausnum Eskils og Innn. Í EJS höldum við náttúrlega utan um gríðarlega öflugt vörumerki Dell og Skýrr er á mjög góðri leið með sína þjónustu og að skila sínu besta ári frá upphafi." Markaðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. Áherslur voru skerptar í starfsemi félagsins með kaupum á öllu hlutafé Landsteina Strengs og Hugar Ax síðasta fimmtudag og með sölu á 80 prósenta hlut í hlutdeildarfélaginu Hands Holding. Eftir þau viðskipti á Teymi 14,5 prósent í Hands Holding og nemur bókfært verð 101 milljón króna. Ábyrgð Teymis á skuldbindingum Hands Holding lækkaði hins vegar úr 7,5 milljörðum króna og nemur nú um 2,7 milljörðum. Ólafur segir Teymi allar götur hafa haft mjög mikinn áhuga á þeim einingum sem keyptar voru út úr Hands Holding. „Við höfum ekki verið að sinna þeirri þjónustu sem þessi fyrirtæki bjóða nema að mjög takmörkuðu leyti innan Teymis fram til þessa. Í sjálfu sér fyllum við með þessu upp í þjónustuframboð." Hina hliðina á skildingnum segir Ólafur snúa að skuldbindingum og eignarhaldi á Hands Holding. „Við höfum þar verið með tæplega 49 prósenta eignarhluta og verið í ábyrgðum fyrir skuldbindingum Hands Holding út af skiptingunni sem átti sér stað í fyrra," segir hann og vísar til þess þegar félaginu Dagsbrún var skipt upp í upplýsinga- og fjarskiptahlutann Teymi og fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn. „Núna minnkuðu þær ábyrgðir verulega, bæði samhliða þessum viðskiptum og öðrum sem áttu sér stað innan Hands Holding, svo sem með sölunni á Opnum kerfum." Ljóst er hins vegar orðið að Teymi og Nýherji eru stóru leikendurnir á sviði upplýsingatækninnar hér. „Þess vegna var náttúrlega mjög sérstakt að tilkynningar um viðskipti félaganna skyldu lenda á sama deginum. En þetta segir okkur kannski að enn meiri vakning sé að verða fyrir upplýsingatækni og hún að ná sér á strik aftur. Það er ekki langt síðan þessi geiri fór ansi illa í netbólutalinu öllu." Ólafur segir að innan Teymis horfi menn bjartsýnir fram á veginn enda standi að félaginu fyrirtæki sem eigi sér bæði langa og farsæla sögu. „Innan upplýsingatæknigeirans eru engin vandamál og félögin okkar að gera góða hluti. Kögun hefur unnið upp tekjutapið sem varð við brotthvarf hersins og hefur verið að vaxa töluvert með veflausnum Eskils og Innn. Í EJS höldum við náttúrlega utan um gríðarlega öflugt vörumerki Dell og Skýrr er á mjög góðri leið með sína þjónustu og að skila sínu besta ári frá upphafi."
Markaðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira