Dansar hipphopp í Belfast 16. október 2007 16:25 Margar frístundir Höllu fara í að æfa hipphopprútínur. Markaðurinn/Völundur Halla Guðrún Mixa, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs auglýsingastofunnar Pipars, veit fátt skemmtilegra en að dansa hipphopp. Í þrjár vikur í mánuði býr hún í Belfast og stundar vinnu sína þaðan. Þar dansar hún líka hipphopp af miklum eldmóð, tvisvar í viku á námskeiði og daglega heima á stofugólfinu. „Það er virkilega verið að djöflast á gólfinu. Þetta er kannski ekkert sérstaklega virðulegur dans fyrir 39 ára konu. Þess vegna finnst mér þetta kannski svona ótrúlega gaman,“ segir Halla. Hipphopp er heldur ekki fyrir allar 39 ára konur. Það þýðir lítið að ætla að reyna við það, sé maður í slöku formi. „Þjálfunin í þessu er ótrúleg. Ég er alveg búin á því eftir upphitun. Þá er klukkutími og korter eftir af stífum dansi. Ég þarf að fara í ræktina á milli tíma, bara til að halda mér í formi svo að ég geti haldið út námskeiðið.“ Halla er gömul fimleikastelpa og hefur því reynsluna af því að leggja spor og rútínur á minnið. „Þrátt fyrir það er ég stundum alveg úti að aka. Ég þarf stöðugt að vera að æfa mig heima til að halda í við kennarann. Svo er svo mikill hraði í þessu.“ Hún leiddist út á braut hipphoppsins fyrir tilviljun. „Ég hafði áður prófað aðrar danstegundir, eins og salsa. En núna langaði mig að prófa eitthvað virkilega hipp og kúl. Hipphoppið lá beinast við.“ Dagsdaglega er Halla fremur snyrtileg til fara og kurteis. Hún mætir hins vegar á námskeiðin í karakter klædd víðum fötum. „Það er hallærislegt að mæta í silfursanseruðum og sætum dansbúningi á hipphoppæfingu. Fyrir utan það að maður er sífellt að stökkva upp og niður af hnjánum. Maður eyðileggur bara fínu fötin sín!“ - hhs Markaðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Halla Guðrún Mixa, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs auglýsingastofunnar Pipars, veit fátt skemmtilegra en að dansa hipphopp. Í þrjár vikur í mánuði býr hún í Belfast og stundar vinnu sína þaðan. Þar dansar hún líka hipphopp af miklum eldmóð, tvisvar í viku á námskeiði og daglega heima á stofugólfinu. „Það er virkilega verið að djöflast á gólfinu. Þetta er kannski ekkert sérstaklega virðulegur dans fyrir 39 ára konu. Þess vegna finnst mér þetta kannski svona ótrúlega gaman,“ segir Halla. Hipphopp er heldur ekki fyrir allar 39 ára konur. Það þýðir lítið að ætla að reyna við það, sé maður í slöku formi. „Þjálfunin í þessu er ótrúleg. Ég er alveg búin á því eftir upphitun. Þá er klukkutími og korter eftir af stífum dansi. Ég þarf að fara í ræktina á milli tíma, bara til að halda mér í formi svo að ég geti haldið út námskeiðið.“ Halla er gömul fimleikastelpa og hefur því reynsluna af því að leggja spor og rútínur á minnið. „Þrátt fyrir það er ég stundum alveg úti að aka. Ég þarf stöðugt að vera að æfa mig heima til að halda í við kennarann. Svo er svo mikill hraði í þessu.“ Hún leiddist út á braut hipphoppsins fyrir tilviljun. „Ég hafði áður prófað aðrar danstegundir, eins og salsa. En núna langaði mig að prófa eitthvað virkilega hipp og kúl. Hipphoppið lá beinast við.“ Dagsdaglega er Halla fremur snyrtileg til fara og kurteis. Hún mætir hins vegar á námskeiðin í karakter klædd víðum fötum. „Það er hallærislegt að mæta í silfursanseruðum og sætum dansbúningi á hipphoppæfingu. Fyrir utan það að maður er sífellt að stökkva upp og niður af hnjánum. Maður eyðileggur bara fínu fötin sín!“ - hhs
Markaðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira