Sjúkir í sinni 16. október 2007 00:01 Enskukunnátta Íslendinga kemur fyrst og fremst úr afþreyingarmenningu. Eftir að hafa fermst, kyngt oblátu og messuvíni, tók ég utan af gjöfunum sem ég fékk í tilefni dagsins. Mér er minnisstæð gleðin sem gagntók mig yfir nýju græjunum, en svo voru hljómflutningstæki kölluð í þá daga. Eftir að hafa sett tækið í samband varð að láta reyna á hljómgæðin. Geisladiskar voru á þessum tíma fremur nýmóðins og stóð valið því aðeins á milli söngkonunnar Mariuh Carey eða rapparanna í Cypress hill. Þeir síðarnefndu urðu fyrir valinu og ómuðu því lögin af geisladisknum Black Sunday í fermingaveislu minni, á fögrum apríldegi á æskuheimili mínu í Leirár og Melasveit. Himinn og haf skildu á milli veruleika nýfermdrar sveitastúlkunnar og listamannanna af Grátviðarhæð, sem sungu af sannfæringu um hversu mikið þeir nytu hassvímu. Ég lét þó ekki á neinu bera og þegar engin sá til íslenskaði ég textana með hjálp orðabókar. Mörg orðin var þó ekki að finna í henni . Ég leitaði því aðstoðar hjá bandarískum ættingja. Sá gekk í rúskinnsjakka í bandarískum fánalitunum og gortaði að stöðu sinni í samtökum bandarískra skotvopnaeiganda. Taldi ég hann kjörinn til að leiða mig inn í heim glæpona Ameríku. Kaninn hristi höfuðið hins vegar forviða þegar ég leyfði honum að heyra, sagði að svona ensku talaði fólk ekki á Flórída. Rann þá upp fyrir mér að til eru margar tegundir ensku. Flestir Íslendingar skilja ensku í afþreyingarmenningu Kana nokkuð vel og þykir umræðan um að enska verði notuð í íslenska viðskiptageiranum lítið mál. Stundum hef ég velt fyrir mér hvort allir, nema ég, séu altalandi á viðskiptaensku athafnamanna. En ég hef vissar grunsemdir um að flest fólk sé í sömu sporum og ég, dauðhrætt um að uppkomist að það skilji ekki allar tegundir tungumálsins alþjóðlega. Þegar skrifað var undir samning þess efnis að í tuttugu ár gæti Orkuveita Reykjavíkur ekki veitt sérfræðiaðstoð á erlendri grundu nema í gegnum REI, hefur líklega flottræfilshátturinn ráðið því að ákveðið var að hafa þetta mikilvæga plagg á ensku, þótt aðeins væru Íslendingar á fundinum. Alþjóða- og enskuvæðing þykir hipp og kúl en fólk ætti ekki að fara fram úr sér. Þegar samningsmenn skrifuðu undir plaggið án þess að vita hvað í því fælist, hljóta þeir að hafa vonað að Bjarni Ármannsson áttaði sig ekki á því að þeir hefðu ekki hugmynd um hvað þeir væru að gera. Væru alveg „insane in the brain," svo vitnað sé til áðurnefndra rappara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Enskukunnátta Íslendinga kemur fyrst og fremst úr afþreyingarmenningu. Eftir að hafa fermst, kyngt oblátu og messuvíni, tók ég utan af gjöfunum sem ég fékk í tilefni dagsins. Mér er minnisstæð gleðin sem gagntók mig yfir nýju græjunum, en svo voru hljómflutningstæki kölluð í þá daga. Eftir að hafa sett tækið í samband varð að láta reyna á hljómgæðin. Geisladiskar voru á þessum tíma fremur nýmóðins og stóð valið því aðeins á milli söngkonunnar Mariuh Carey eða rapparanna í Cypress hill. Þeir síðarnefndu urðu fyrir valinu og ómuðu því lögin af geisladisknum Black Sunday í fermingaveislu minni, á fögrum apríldegi á æskuheimili mínu í Leirár og Melasveit. Himinn og haf skildu á milli veruleika nýfermdrar sveitastúlkunnar og listamannanna af Grátviðarhæð, sem sungu af sannfæringu um hversu mikið þeir nytu hassvímu. Ég lét þó ekki á neinu bera og þegar engin sá til íslenskaði ég textana með hjálp orðabókar. Mörg orðin var þó ekki að finna í henni . Ég leitaði því aðstoðar hjá bandarískum ættingja. Sá gekk í rúskinnsjakka í bandarískum fánalitunum og gortaði að stöðu sinni í samtökum bandarískra skotvopnaeiganda. Taldi ég hann kjörinn til að leiða mig inn í heim glæpona Ameríku. Kaninn hristi höfuðið hins vegar forviða þegar ég leyfði honum að heyra, sagði að svona ensku talaði fólk ekki á Flórída. Rann þá upp fyrir mér að til eru margar tegundir ensku. Flestir Íslendingar skilja ensku í afþreyingarmenningu Kana nokkuð vel og þykir umræðan um að enska verði notuð í íslenska viðskiptageiranum lítið mál. Stundum hef ég velt fyrir mér hvort allir, nema ég, séu altalandi á viðskiptaensku athafnamanna. En ég hef vissar grunsemdir um að flest fólk sé í sömu sporum og ég, dauðhrætt um að uppkomist að það skilji ekki allar tegundir tungumálsins alþjóðlega. Þegar skrifað var undir samning þess efnis að í tuttugu ár gæti Orkuveita Reykjavíkur ekki veitt sérfræðiaðstoð á erlendri grundu nema í gegnum REI, hefur líklega flottræfilshátturinn ráðið því að ákveðið var að hafa þetta mikilvæga plagg á ensku, þótt aðeins væru Íslendingar á fundinum. Alþjóða- og enskuvæðing þykir hipp og kúl en fólk ætti ekki að fara fram úr sér. Þegar samningsmenn skrifuðu undir plaggið án þess að vita hvað í því fælist, hljóta þeir að hafa vonað að Bjarni Ármannsson áttaði sig ekki á því að þeir hefðu ekki hugmynd um hvað þeir væru að gera. Væru alveg „insane in the brain," svo vitnað sé til áðurnefndra rappara.