Handan járntjaldsins 10. október 2007 00:01 Félag Jóns Helga Guðmundssonar Norvik hefur fjárfest í Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum frá því snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir. Fleiri hafa svo bæst í hópinn síðustu ár, svo sem MP Fjárfestingabanki og Penninn. Nokkur fyrirtækjanna hafa nú þegar, eða stefna að, frekara landnám í austurvegi. Nordic Partners hóf fjárfestingar í Lettlandi árið 1997 og er nú umsvifamesta íslenska fyrirtækið í Eystrasaltslöndunum og Póllandi með á bilinu sjö til átta þúsund starfsmenn. Líkt og fram kom í viðtali við Gísla Reynisson, forstjóra Nordic Partners, í Markaðnum fyrir nokkru, þá sá hann mikla möguleika í löndum við Eystrasalt, ekki síst hjá fólkinu sem kappkostaði að koma sér undan klafa Rússlandsáranna. Fyrirtækið er nú að hugsa sér til hreyfings og hefur fjárfest lítillega í öðru fyrrverandi austantjaldsríki. Ekki hefur fengist gefið upp hvaða land það er. Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við Byko, hefur lengi átt í viðskiptum í Eystrasaltsríkjunum og í Rússlandi, og hóf beinar fjárfestingar þar um 1992. Félag hans, Norvik, hefur aðallega fjárfest í timburvinnslu í Lettlandi og Eistlandi en á að auki verksmiðjur í Bretlandi. Þá rekur félagið Norvik Bank í Lettlandi, sem á systurfyrirtæki í Armeníu og útibú í Moskvu. Erlendir starfsmenn fyrirtækisins eru 2.500 talsins, þar af 1.800 í Lettlandi og 500 í Rússlandi. Líkt og fleiri íslensk félög horfir Norvik til landnáms í fleiri fyrrverandi austantjaldslöndum, svo sem í Úkraínu. Fleiri fyrirtæki hafa komið sér þar fyrir, til dæmis MP Fjárfestingabanki, og má gera ráð fyrir að þeim fjölgi á næstu árum. Jón Helgi hafði um árabil átt í viðskiptum við Sovétríkin í gegnum Byko. Þegar þau liðu undir lok í enda árs 1991 varð hann að leita nýrra tækifæra í Eystrasaltsríkjunum. Það lagði grunninn að fjárfestingum Norvik þar: „Við töldum mjög líklegt að tækifærin myndu gefast í þessu umhverfi," segir hann. Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir. Fleiri hafa svo bæst í hópinn síðustu ár, svo sem MP Fjárfestingabanki og Penninn. Nokkur fyrirtækjanna hafa nú þegar, eða stefna að, frekara landnám í austurvegi. Nordic Partners hóf fjárfestingar í Lettlandi árið 1997 og er nú umsvifamesta íslenska fyrirtækið í Eystrasaltslöndunum og Póllandi með á bilinu sjö til átta þúsund starfsmenn. Líkt og fram kom í viðtali við Gísla Reynisson, forstjóra Nordic Partners, í Markaðnum fyrir nokkru, þá sá hann mikla möguleika í löndum við Eystrasalt, ekki síst hjá fólkinu sem kappkostaði að koma sér undan klafa Rússlandsáranna. Fyrirtækið er nú að hugsa sér til hreyfings og hefur fjárfest lítillega í öðru fyrrverandi austantjaldsríki. Ekki hefur fengist gefið upp hvaða land það er. Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við Byko, hefur lengi átt í viðskiptum í Eystrasaltsríkjunum og í Rússlandi, og hóf beinar fjárfestingar þar um 1992. Félag hans, Norvik, hefur aðallega fjárfest í timburvinnslu í Lettlandi og Eistlandi en á að auki verksmiðjur í Bretlandi. Þá rekur félagið Norvik Bank í Lettlandi, sem á systurfyrirtæki í Armeníu og útibú í Moskvu. Erlendir starfsmenn fyrirtækisins eru 2.500 talsins, þar af 1.800 í Lettlandi og 500 í Rússlandi. Líkt og fleiri íslensk félög horfir Norvik til landnáms í fleiri fyrrverandi austantjaldslöndum, svo sem í Úkraínu. Fleiri fyrirtæki hafa komið sér þar fyrir, til dæmis MP Fjárfestingabanki, og má gera ráð fyrir að þeim fjölgi á næstu árum. Jón Helgi hafði um árabil átt í viðskiptum við Sovétríkin í gegnum Byko. Þegar þau liðu undir lok í enda árs 1991 varð hann að leita nýrra tækifæra í Eystrasaltsríkjunum. Það lagði grunninn að fjárfestingum Norvik þar: „Við töldum mjög líklegt að tækifærin myndu gefast í þessu umhverfi," segir hann.
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira