Sverrir vinnur með Grammy-verðlaunahafa 24. september 2007 05:00 Sverrir telur að allt of margar plötur sem gefnar eru út hér á landi hafi þennan „íslenska“ tón. Íslenski upptökustjórinn og Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds hefur fallist á að hljóðblanda fyrstu sólóplötu Sverris Bergmann sem væntanleg er eftir áramót. Tónlistarmaðurinn er búinn að taka upp í Englandi og hyggst leggja lokahöndina á upptökurnar í hljóðveri Sigur Rósar á allra næstu dögum. „Mér líst ótrúlega vel á þetta enda hefur hann unnið með alveg ótrúlega hæfaleikaríku fólki,“ segir Sverrir en Husky hlaut tvenn Grammy-verðlaun árið 2003 fyrir plötuna Come Away With Me með Noruh Jones og Don’t Give Up On Me með Solomon Burke. „Ég hafði nú bara samband við hann því ég vildi fá alvöru mann til að reka lokahnútinn á þetta,“ segir Sverrir, sem reiknaði með því að Husky myndi hefjast handa við verkið í lok október eða byrjun nóvember. Sverrir segir eina meginástæðuna fyrir því að hann hafi viljað fá einhvern utanaðkomandi til verksins vera þá að hann vildi losna við þennan „íslenska“ hljóm sem einkenni allt of margar íslenskar plötur og lætur þær hljóma eins. „Hérna er auðvitað mikið af sama fólkinu sem gerir plöturnar og mig langaði því að fá einhvern annan vinkil,“ segir Sverrir. Það er því sannkallað stórskotalið sem kemur að plötunni en eins og kom fram í Blaðinu fjármagnar íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verkið að hluta. Að sögn Sverris hefur Börsungurinn ekki fengið að heyra neitt af efninu, enn sem komið er. „Hann fær þetta bara þegar allt er fullklárað." Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslenski upptökustjórinn og Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds hefur fallist á að hljóðblanda fyrstu sólóplötu Sverris Bergmann sem væntanleg er eftir áramót. Tónlistarmaðurinn er búinn að taka upp í Englandi og hyggst leggja lokahöndina á upptökurnar í hljóðveri Sigur Rósar á allra næstu dögum. „Mér líst ótrúlega vel á þetta enda hefur hann unnið með alveg ótrúlega hæfaleikaríku fólki,“ segir Sverrir en Husky hlaut tvenn Grammy-verðlaun árið 2003 fyrir plötuna Come Away With Me með Noruh Jones og Don’t Give Up On Me með Solomon Burke. „Ég hafði nú bara samband við hann því ég vildi fá alvöru mann til að reka lokahnútinn á þetta,“ segir Sverrir, sem reiknaði með því að Husky myndi hefjast handa við verkið í lok október eða byrjun nóvember. Sverrir segir eina meginástæðuna fyrir því að hann hafi viljað fá einhvern utanaðkomandi til verksins vera þá að hann vildi losna við þennan „íslenska“ hljóm sem einkenni allt of margar íslenskar plötur og lætur þær hljóma eins. „Hérna er auðvitað mikið af sama fólkinu sem gerir plöturnar og mig langaði því að fá einhvern annan vinkil,“ segir Sverrir. Það er því sannkallað stórskotalið sem kemur að plötunni en eins og kom fram í Blaðinu fjármagnar íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verkið að hluta. Að sögn Sverris hefur Börsungurinn ekki fengið að heyra neitt af efninu, enn sem komið er. „Hann fær þetta bara þegar allt er fullklárað."
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira