Erum fráleitt komin fyrir vind 1. september 2007 06:15 Ný skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland var birt í vikunni. Þar kveður við kunnuglegan tón þar sem stjórnvöld eru hvött til aðhalds og að draga úr þátttöku ríkisins á lánamarkaði umfram það sem þegar hefur verið gert. Skýrsla sjóðsins er að mörgu leyti jákvæð í garð íslensks efnahagslífs og fjármálakerfið fær ágæta einkunn. Athugasemdir sjóðsins um frekari þróun álagsprófa fyrir bankakerfið eru í samræmi við það sem Fjármálaeftirlitið hefur boðað undanfarin ár. Eðli málsins samkvæmt skiptir fjármálakerfið æ meira máli og harðindum á fjármálamörkuðum má líkja við verulegan aflabrest fyrir áratug eða svo. Það er því afar mikilvægt að eftirlit sé virkt og stjórnendur fjármálafyrirtækja haldi vöku sinni eins og verið hefur. Það er enn góður möguleiki á að aðlögun hagkerfisins verði þannig að sem fæstir verði fyrir tjóni. Því lengur sem þetta ástand, með háum stýrivöxtum og sterkum gjaldmiðli, varir þeim mun meiri hætta á harkalegri lendingu. Sú hætta er raunveruleg og aðhaldskrafan rík á hendur núverandi ríkisstjórn, ekki síður en á þá fyrri sem því miður sló slöku við í hagstjórn. Framundan eru kjarasamningar. Þar blasir við erfiður róður. Mikið launaskrið hefur verið á vinnumarkaði og langvarandi þensla farin að valda flótta úr ýmsum starfsstéttum. Erfitt verður að halda aftur af launakröfum og verðbólguhætta mikil á komandi misserum. Það er gríðarlegt hagsmunamál að missa ekki tökin í komandi samningaviðræðum. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar fyrir þá sem veikast standa. Verðbólguskot og fall krónu myndi valda verulegum búsifjum hjá skuldsettustu heimilunum, þar sem unga fólkið er í meirihluta. Ungt fólk er jafnframt sá hópur sem verst verður úti ef harkalegri lendingu fylgir atvinnuleysi. Það er afar brýnt að varlega verði farið. Kröfur lægst launuðu stéttanna eru skiljanlegar í ljósi almennrar launaþróunar. Þar gæti þurft að horfa sértækt til einstakra stétta. Vandinn er bara sá að tilhneiging er til þess að aðrir fylgi á eftir. Þeim fer fjölgandi í samfélaginu sem ekki muna tíma óðaverðbólgu á Íslandi. Það tímabil óstjórnar í efnahagslífinu leiddi til langvarandi verri lífskjara en annars hefði orðið. Það eru verulegir heildarhagsmunir af því að halda aftur af opinberum útgjöldum og launahækkun umfram framleiðsluaukningu samfélagsins. Reikningurinn af slíkri óráðsíu yrði því miður sendur á skuldsett ungt fólk. Það væri vond niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun
Ný skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland var birt í vikunni. Þar kveður við kunnuglegan tón þar sem stjórnvöld eru hvött til aðhalds og að draga úr þátttöku ríkisins á lánamarkaði umfram það sem þegar hefur verið gert. Skýrsla sjóðsins er að mörgu leyti jákvæð í garð íslensks efnahagslífs og fjármálakerfið fær ágæta einkunn. Athugasemdir sjóðsins um frekari þróun álagsprófa fyrir bankakerfið eru í samræmi við það sem Fjármálaeftirlitið hefur boðað undanfarin ár. Eðli málsins samkvæmt skiptir fjármálakerfið æ meira máli og harðindum á fjármálamörkuðum má líkja við verulegan aflabrest fyrir áratug eða svo. Það er því afar mikilvægt að eftirlit sé virkt og stjórnendur fjármálafyrirtækja haldi vöku sinni eins og verið hefur. Það er enn góður möguleiki á að aðlögun hagkerfisins verði þannig að sem fæstir verði fyrir tjóni. Því lengur sem þetta ástand, með háum stýrivöxtum og sterkum gjaldmiðli, varir þeim mun meiri hætta á harkalegri lendingu. Sú hætta er raunveruleg og aðhaldskrafan rík á hendur núverandi ríkisstjórn, ekki síður en á þá fyrri sem því miður sló slöku við í hagstjórn. Framundan eru kjarasamningar. Þar blasir við erfiður róður. Mikið launaskrið hefur verið á vinnumarkaði og langvarandi þensla farin að valda flótta úr ýmsum starfsstéttum. Erfitt verður að halda aftur af launakröfum og verðbólguhætta mikil á komandi misserum. Það er gríðarlegt hagsmunamál að missa ekki tökin í komandi samningaviðræðum. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar fyrir þá sem veikast standa. Verðbólguskot og fall krónu myndi valda verulegum búsifjum hjá skuldsettustu heimilunum, þar sem unga fólkið er í meirihluta. Ungt fólk er jafnframt sá hópur sem verst verður úti ef harkalegri lendingu fylgir atvinnuleysi. Það er afar brýnt að varlega verði farið. Kröfur lægst launuðu stéttanna eru skiljanlegar í ljósi almennrar launaþróunar. Þar gæti þurft að horfa sértækt til einstakra stétta. Vandinn er bara sá að tilhneiging er til þess að aðrir fylgi á eftir. Þeim fer fjölgandi í samfélaginu sem ekki muna tíma óðaverðbólgu á Íslandi. Það tímabil óstjórnar í efnahagslífinu leiddi til langvarandi verri lífskjara en annars hefði orðið. Það eru verulegir heildarhagsmunir af því að halda aftur af opinberum útgjöldum og launahækkun umfram framleiðsluaukningu samfélagsins. Reikningurinn af slíkri óráðsíu yrði því miður sendur á skuldsett ungt fólk. Það væri vond niðurstaða.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun