Fyrrum meðlimir kórs Menntaskólans við Hamrahlíð komu fram á tónleikum á fimmtudagskvöld í tilefni þess að kórinn er fertugur á árinu. Einnig var um styrktartónleika að ræða því allur ágóði rennur í ferðasjóð kórsins, sem er á leiðinni til Kína.
Þeir sem komu fram í hátíðarsal MH voru Stuðmenn, Páll Óskar, Sprengjuhöllin, Baggalútur, Djasssveitin Babar og Hjaltalín. Heppnuðust tónleikarnir mjög vel og létu fjölmargir gestir sjá sig.