Tónlist

Fyrsta plata Eagles í 28 ár

Eagles
Eagles

Sveitarokksveitin The Eagles gefur þann 31. október út sína fyrstu hljóðversplötu með nýju efni í 28 ár. Platan heitir Long Road Out Of Eden og nefnist fyrsta smáskífulagið How Long.

The Eagles samanstendur af þeim Glenn Frey, Don Henley, Joe Walsh og Timothy B. Schmit. Safnplata þeirra Greatest Hits 1971-1975 er ein mest selda plata allra tíma, en hún hefur selst í 29 milljónum eintaka. Samtals hafa plötur með sveitinni selst í yfir 120 milljónum eintaka í heiminum.

Á meðal þekktustu laga The Eagles eru Hotel California, Take It Easy og Desperado.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×