Hjaltalín og Magnet - fjórar stjörnur 28. ágúst 2007 08:00 Ánægjuleg kvöldstund með mörgum óvæntum og líflegum uppákomum. Norræna menningarhátíðin Reyfi er eitt stórt metnaðarfullt fyrirbæri sem hefur ekki fengið nærri nógu mikla umfjöllun. Menningaratburðir af þessu tagi hefur vantað í íslenskt þjóðlíf. Sérstakur glerskáli hefur verið fluttur til landsins til þess að hýsa aðalatburði hátíðarinnar og sómaði hann sig vel á lóðinni fyrir utan Norræna húsið. Hljómsveitin Hjaltalín gekk brosandi og hnarreist upp á svið um leið og sólin hafði sest kyrfilega. Sveitin spilaði hljóðmildara sett en vanalega og hafði sveitin meðal annars innaborðs varatrommuleikara sem var enginn annar en Sigurður Guðmundsson, meðlimur Hjálma og Senuþjófanna. Komst hann vel frá sínu, þrátt fyrir augljóslega litla leikæfingu og bætti það upp með einlægri spilagleði. Reyndar hefur þessi útværa spilagleði Hjaltalín alltaf verið að aukast undanfarið. Ég man þegar ég sá sveitina spila fyrir ekki svo mánuðum síðan og leit þá út eins grafalvarlegar myndastyttur í úrtökuprófi fyrir FÍH. Gaman að sjá stórsveit sem Hjaltalín sleppa af sér beislinu svo að áhorfandinn fái virkilega á tilfinningu að sveitin sé að skemmta sér og líði vel uppi á sviðinu. Hinn norski Magnet tók við hljóðnemanum á eftir Hjaltalín en þessi ágæti einmenningur spilaði á Airwaves hátíðinni árið 2004. Nýjasta plata Magnet kom nýlega út í Noregi og flaug þar beint á toppinn. Magnet var vinalegur með eindæmum, sat á stól og glammraði ljúflega á gítarinn sinn. Sómasamleg blanda af Mugison og Damien Rice. Eftir fjögur lög tók Magnet loks upp einhvers konar heimatilbúna gítargræju sem hann fiktaði við, barði á pikkuppa og lúppaði síðan öllu á mjög myndarlegan máta. Allt í einu sló rafmagnið út, hljóðmenn hlupu um salinn og Magnet stóð uppi á sviðinu og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann tók þá upp á því að spila fyrir gesti án allrar aðstoðar rafmagns og myndaðist mögnuð stemning í salnum. Eftir mikið bagsl komst hins vegar allt í lag en þegar Magnet ætlaði loks að hefja leik á ný sleit hann fyrsta strenginn sem gítarnögglin snerti. Magnet var greinilega ekki ætlað að fara klakklaust í gegnum tónleikana og reyndust brenglaðir tónar slitna strengsins þeir síðustu. Þrátt fyrir öll þessi vandræði náði Magnet þrátt fyrir allt að heilla viðstadda og fyrir mitt leyti var lítið annað hægt en að ganga út, glottandi út við tönn. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Norræna menningarhátíðin Reyfi er eitt stórt metnaðarfullt fyrirbæri sem hefur ekki fengið nærri nógu mikla umfjöllun. Menningaratburðir af þessu tagi hefur vantað í íslenskt þjóðlíf. Sérstakur glerskáli hefur verið fluttur til landsins til þess að hýsa aðalatburði hátíðarinnar og sómaði hann sig vel á lóðinni fyrir utan Norræna húsið. Hljómsveitin Hjaltalín gekk brosandi og hnarreist upp á svið um leið og sólin hafði sest kyrfilega. Sveitin spilaði hljóðmildara sett en vanalega og hafði sveitin meðal annars innaborðs varatrommuleikara sem var enginn annar en Sigurður Guðmundsson, meðlimur Hjálma og Senuþjófanna. Komst hann vel frá sínu, þrátt fyrir augljóslega litla leikæfingu og bætti það upp með einlægri spilagleði. Reyndar hefur þessi útværa spilagleði Hjaltalín alltaf verið að aukast undanfarið. Ég man þegar ég sá sveitina spila fyrir ekki svo mánuðum síðan og leit þá út eins grafalvarlegar myndastyttur í úrtökuprófi fyrir FÍH. Gaman að sjá stórsveit sem Hjaltalín sleppa af sér beislinu svo að áhorfandinn fái virkilega á tilfinningu að sveitin sé að skemmta sér og líði vel uppi á sviðinu. Hinn norski Magnet tók við hljóðnemanum á eftir Hjaltalín en þessi ágæti einmenningur spilaði á Airwaves hátíðinni árið 2004. Nýjasta plata Magnet kom nýlega út í Noregi og flaug þar beint á toppinn. Magnet var vinalegur með eindæmum, sat á stól og glammraði ljúflega á gítarinn sinn. Sómasamleg blanda af Mugison og Damien Rice. Eftir fjögur lög tók Magnet loks upp einhvers konar heimatilbúna gítargræju sem hann fiktaði við, barði á pikkuppa og lúppaði síðan öllu á mjög myndarlegan máta. Allt í einu sló rafmagnið út, hljóðmenn hlupu um salinn og Magnet stóð uppi á sviðinu og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann tók þá upp á því að spila fyrir gesti án allrar aðstoðar rafmagns og myndaðist mögnuð stemning í salnum. Eftir mikið bagsl komst hins vegar allt í lag en þegar Magnet ætlaði loks að hefja leik á ný sleit hann fyrsta strenginn sem gítarnögglin snerti. Magnet var greinilega ekki ætlað að fara klakklaust í gegnum tónleikana og reyndust brenglaðir tónar slitna strengsins þeir síðustu. Þrátt fyrir öll þessi vandræði náði Magnet þrátt fyrir allt að heilla viðstadda og fyrir mitt leyti var lítið annað hægt en að ganga út, glottandi út við tönn. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira