Feðgin sungu með Sniglabandinu 28. ágúst 2007 06:30 Magnús Þór ásamt dóttur sinni Þórunni uppi á sviði í Hveragerði með Sniglabandinu. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson steig óvænt á svið með Sniglabandinu er þeir útvörpuðu beint frá Hveragerði síðastliðinn sunnudag. "Ég var bara staddur þarna og þeir kölluðu mig upp," segir Magnús Þór, sem söng með þeim lag sitt "Jörðin sem ég ann". Dóttir hans Þórunn söng með honum viðlagið. Hún er söngkona í bresku hljómsveitinni Fields sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Magnús, sem býr í Hveragerði, segist hafa hlustað á útvarpsþátt Sniglabandsins með öðru eyranu í sumar á Rás 2 og líkað vel. "Þetta eru svo fínir tónlistarmenn að þeir komast upp með það sem þeir gera. Ég hef oft spilað með Pálma [Sigurhjartarsyni]. Við spiluðum lengi saman á litlum tónleikum í gamla daga." Magnús er að leggja lokahönd á nýja sólóplötu sem er væntanleg í haust. "Þetta verður allt saman nýtt efni. Ég ákvað að endurnýja kynni mín við sjálfan mig frá fyrri tíð. Síðasta plata Magnúsar, Hljóð er nóttin, kom út fyrir tveimur árum og hafði að geyma öll vinsælustu lög hans. Auk "Jörðin sem ég ann" voru þar slagarar á borð við "Ísland er land þitt", "Sú ást er heit" og "Blue Jean Queen". Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson steig óvænt á svið með Sniglabandinu er þeir útvörpuðu beint frá Hveragerði síðastliðinn sunnudag. "Ég var bara staddur þarna og þeir kölluðu mig upp," segir Magnús Þór, sem söng með þeim lag sitt "Jörðin sem ég ann". Dóttir hans Þórunn söng með honum viðlagið. Hún er söngkona í bresku hljómsveitinni Fields sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Magnús, sem býr í Hveragerði, segist hafa hlustað á útvarpsþátt Sniglabandsins með öðru eyranu í sumar á Rás 2 og líkað vel. "Þetta eru svo fínir tónlistarmenn að þeir komast upp með það sem þeir gera. Ég hef oft spilað með Pálma [Sigurhjartarsyni]. Við spiluðum lengi saman á litlum tónleikum í gamla daga." Magnús er að leggja lokahönd á nýja sólóplötu sem er væntanleg í haust. "Þetta verður allt saman nýtt efni. Ég ákvað að endurnýja kynni mín við sjálfan mig frá fyrri tíð. Síðasta plata Magnúsar, Hljóð er nóttin, kom út fyrir tveimur árum og hafði að geyma öll vinsælustu lög hans. Auk "Jörðin sem ég ann" voru þar slagarar á borð við "Ísland er land þitt", "Sú ást er heit" og "Blue Jean Queen".
Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira