Tækifæri í umrótinu 24. ágúst 2007 04:00 Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. „Þetta eru góðir tímar til að ýta starfseminni úr vör, gott tækifæri til að koma inn á markaðinn enda höfum við komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geysað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Starfsemi Saga Capital er þegar komin á fullt skrið. Þegar starfa þrjátíu manns hjá bankanum, í Reykjavík og á Akureyri, og unnið er að verkefnum í níu löndum, allt frá Bandaríkjunum til Mið-Austurlanda. „Íslendingarnir koma... aftur“ Einhvern veginn þannig hljómaði upphaf greinar á vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Tilefnið er kaup Símans á danska fjarskiptafyrirtækinu BusinessPhone. Tónninn í greininni er reyndar ekki nálægt því eins neikvæður og oft áður þegar Íslendingar hafa sölsað undir sig rótgróin dönsk fyrirtæki. Gætir jafnvel ákveðinnar eftirvæntingar um hvort Símanum muni auðnast að hrista upp í þríeykinu sem ræður lögum og lofum á danska símamarkaðnum - TDC, Sonofon og Telia. Þótt BusinessPhone sé lítið og fremur óþekkt fyrirtæki virðist greinarhöfundur hafa nokkra trú á því að Síminn, með sína fjársterku bakhjarla, eigi góðan möguleika á að ná vænum bita af danska símamarkaðnum. Þá fullyrðir hann að fleiri stór símafyrirtæki hafi haft áhuga á fyrirtækinu. Enn á ný hafi það hins vegar verið Íslendingarnir sem hnepptu hnossið. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. „Þetta eru góðir tímar til að ýta starfseminni úr vör, gott tækifæri til að koma inn á markaðinn enda höfum við komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geysað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Starfsemi Saga Capital er þegar komin á fullt skrið. Þegar starfa þrjátíu manns hjá bankanum, í Reykjavík og á Akureyri, og unnið er að verkefnum í níu löndum, allt frá Bandaríkjunum til Mið-Austurlanda. „Íslendingarnir koma... aftur“ Einhvern veginn þannig hljómaði upphaf greinar á vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Tilefnið er kaup Símans á danska fjarskiptafyrirtækinu BusinessPhone. Tónninn í greininni er reyndar ekki nálægt því eins neikvæður og oft áður þegar Íslendingar hafa sölsað undir sig rótgróin dönsk fyrirtæki. Gætir jafnvel ákveðinnar eftirvæntingar um hvort Símanum muni auðnast að hrista upp í þríeykinu sem ræður lögum og lofum á danska símamarkaðnum - TDC, Sonofon og Telia. Þótt BusinessPhone sé lítið og fremur óþekkt fyrirtæki virðist greinarhöfundur hafa nokkra trú á því að Síminn, með sína fjársterku bakhjarla, eigi góðan möguleika á að ná vænum bita af danska símamarkaðnum. Þá fullyrðir hann að fleiri stór símafyrirtæki hafi haft áhuga á fyrirtækinu. Enn á ný hafi það hins vegar verið Íslendingarnir sem hnepptu hnossið.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira