Tækifæri í umrótinu 24. ágúst 2007 04:00 Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. „Þetta eru góðir tímar til að ýta starfseminni úr vör, gott tækifæri til að koma inn á markaðinn enda höfum við komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geysað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Starfsemi Saga Capital er þegar komin á fullt skrið. Þegar starfa þrjátíu manns hjá bankanum, í Reykjavík og á Akureyri, og unnið er að verkefnum í níu löndum, allt frá Bandaríkjunum til Mið-Austurlanda. „Íslendingarnir koma... aftur“ Einhvern veginn þannig hljómaði upphaf greinar á vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Tilefnið er kaup Símans á danska fjarskiptafyrirtækinu BusinessPhone. Tónninn í greininni er reyndar ekki nálægt því eins neikvæður og oft áður þegar Íslendingar hafa sölsað undir sig rótgróin dönsk fyrirtæki. Gætir jafnvel ákveðinnar eftirvæntingar um hvort Símanum muni auðnast að hrista upp í þríeykinu sem ræður lögum og lofum á danska símamarkaðnum - TDC, Sonofon og Telia. Þótt BusinessPhone sé lítið og fremur óþekkt fyrirtæki virðist greinarhöfundur hafa nokkra trú á því að Síminn, með sína fjársterku bakhjarla, eigi góðan möguleika á að ná vænum bita af danska símamarkaðnum. Þá fullyrðir hann að fleiri stór símafyrirtæki hafi haft áhuga á fyrirtækinu. Enn á ný hafi það hins vegar verið Íslendingarnir sem hnepptu hnossið. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. „Þetta eru góðir tímar til að ýta starfseminni úr vör, gott tækifæri til að koma inn á markaðinn enda höfum við komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geysað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Starfsemi Saga Capital er þegar komin á fullt skrið. Þegar starfa þrjátíu manns hjá bankanum, í Reykjavík og á Akureyri, og unnið er að verkefnum í níu löndum, allt frá Bandaríkjunum til Mið-Austurlanda. „Íslendingarnir koma... aftur“ Einhvern veginn þannig hljómaði upphaf greinar á vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Tilefnið er kaup Símans á danska fjarskiptafyrirtækinu BusinessPhone. Tónninn í greininni er reyndar ekki nálægt því eins neikvæður og oft áður þegar Íslendingar hafa sölsað undir sig rótgróin dönsk fyrirtæki. Gætir jafnvel ákveðinnar eftirvæntingar um hvort Símanum muni auðnast að hrista upp í þríeykinu sem ræður lögum og lofum á danska símamarkaðnum - TDC, Sonofon og Telia. Þótt BusinessPhone sé lítið og fremur óþekkt fyrirtæki virðist greinarhöfundur hafa nokkra trú á því að Síminn, með sína fjársterku bakhjarla, eigi góðan möguleika á að ná vænum bita af danska símamarkaðnum. Þá fullyrðir hann að fleiri stór símafyrirtæki hafi haft áhuga á fyrirtækinu. Enn á ný hafi það hins vegar verið Íslendingarnir sem hnepptu hnossið.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira