Minnir á norsku bankakrísuna 22. ágúst 2007 00:01 Lars Christiansen, sérfræðingur Danske Bank, ítrekar þá skoðun sína í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv að uppgangur íslenska hagkerfisins undanfarin ár byggist fyrst og fremst á lántökum. „Ísland er skuldsettasta hagkerfi í heimi," segir hann og telur að erfitt aðgengi að lánsfé í kjölfar sviptinga á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum kunni að gera íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir. Christiansen telur ástandið hér minna um margt á síðustu misserin fyrir bankakrísuna sem reið yfir í Noregi snemma á tíunda áratugnum. Spurning hvort honum hefur yfirsést að allir íslensku bankarnir hafa nú þegar tryggt fjármögnun sína til loka árs 2008.Studdi ekki GlitniReykjavíkurmaraþon Glitnis þóttist takast afar vel á laugardagsmorgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Árnason, bankastjórar Landsbankans, hafi stutt kollega sinn, Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og hlaupið með en Sigurjón þykir koma flottur inn í haustið. Víst þykir að Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, studdi ekki Glitni. Hreiðar lá samt ekki með tærnar upp í loft að því er kunnugir segja en þeir þóttust hafa séð til hans taka vel á því í tækjasalnum í World Class í Laugum um það leyti sem Glitnismenn hlupu eftir Suðurlandsbraut í ágústsólinni.Ris sem vexEf marka má endalausan ruslpóst sem streymir í pósthólf landsmanna er tvennt sem sækir einkum á huga fólks. Eitt er skjótfenginn gróði og hitt blóðstreymi til þess líffæris sem greinir karla frá konum með tilheyrandi uppstigningu.Endalausar lausnir eru sendar í pósti til að tryggja upprisu holdsins og eilíft ris. Þannig var næstum því farin framhjá mönnum ágæt fréttatilkynning um viðskipti með byggingafélagið Ris. „Ris hefur vaxið ört undanfarin ár,“ er haft eftir kaupandanum og gleðilegt til þess að vita í heimi þar sem ris virðist engan veginn sjálfsagt. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Lars Christiansen, sérfræðingur Danske Bank, ítrekar þá skoðun sína í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv að uppgangur íslenska hagkerfisins undanfarin ár byggist fyrst og fremst á lántökum. „Ísland er skuldsettasta hagkerfi í heimi," segir hann og telur að erfitt aðgengi að lánsfé í kjölfar sviptinga á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum kunni að gera íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir. Christiansen telur ástandið hér minna um margt á síðustu misserin fyrir bankakrísuna sem reið yfir í Noregi snemma á tíunda áratugnum. Spurning hvort honum hefur yfirsést að allir íslensku bankarnir hafa nú þegar tryggt fjármögnun sína til loka árs 2008.Studdi ekki GlitniReykjavíkurmaraþon Glitnis þóttist takast afar vel á laugardagsmorgun. Ekki liggur fyrir hvort þeir Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Árnason, bankastjórar Landsbankans, hafi stutt kollega sinn, Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og hlaupið með en Sigurjón þykir koma flottur inn í haustið. Víst þykir að Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, studdi ekki Glitni. Hreiðar lá samt ekki með tærnar upp í loft að því er kunnugir segja en þeir þóttust hafa séð til hans taka vel á því í tækjasalnum í World Class í Laugum um það leyti sem Glitnismenn hlupu eftir Suðurlandsbraut í ágústsólinni.Ris sem vexEf marka má endalausan ruslpóst sem streymir í pósthólf landsmanna er tvennt sem sækir einkum á huga fólks. Eitt er skjótfenginn gróði og hitt blóðstreymi til þess líffæris sem greinir karla frá konum með tilheyrandi uppstigningu.Endalausar lausnir eru sendar í pósti til að tryggja upprisu holdsins og eilíft ris. Þannig var næstum því farin framhjá mönnum ágæt fréttatilkynning um viðskipti með byggingafélagið Ris. „Ris hefur vaxið ört undanfarin ár,“ er haft eftir kaupandanum og gleðilegt til þess að vita í heimi þar sem ris virðist engan veginn sjálfsagt.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira