Lið HK/Víkings er komin með annan fótinn í úrslitakeppni deildarinnar eftir 4-0 sigur á FH í Kaplakrika í gær en karlalið félaganna mætast einmitt á Kópavogsvellinum í kvöld.
Berglind Bjarnadóttir skoraði tvívegis í fyrri hálfleiknum og þær Sigrún Þorsteinsdóttir og Karen Sturludóttir bættu síðan við mörkum.
Úrslitin þýða að HK/Víkingur þarf að tapa báðum sínum leikjum, gegn Haukum og GRV, með samtals sjö marka mun, ef liðið á að missa af því að komast í úrslitaleikina um sæti í úrvalsdeildinni.