Blása lífi í Presley 18. ágúst 2007 06:45 Didda Jónsdóttir og félagar hafa gefið út plötuna Elvis. Hljómsveitin Minä Rakastan Sinua hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, sem heitir Elvis, í höfuðið á konungi rokksins. Á plötunni, sem kemur út undir merkjum Smekkleysu, syngur hljómsveitin lög úr sarpi Elvis Presley með það að markmiði að blása lífi í þau á nýjan leik. Sveitina skipa Didda Jónsdóttir, Riina Finnsdóttir og Kormákur Geirharðsson auk bræðranna Ara og Þórs Eldon. „Við spiluðum þetta Elvis-prógramm fyrst á skemmtistaðnum Domo í febrúar á fjáröflunartónleikum. Þá var Didda að safna peningum til að leysa barnsföður sinn úr haldi en hann sat í fangelsi á Jamaíku. Það gekk alveg frábærlega og við náðum karlinum úr fangelsi. Síðan fórum við beint í stúdíó og tókum efnið upp „live“ og það er platan sem er að koma út núna,“ segir Þór Eldon. „Við ákváðum að reyna að hafa þetta eins hrátt og einfalt og það var á tónleikunum. Við náðum fínu sándi í stúdíóinu og létum bara vaða. Ég veit ekki hvað við verðum lengi með þetta Elvis-prógramm í gangi en þetta er bara til að skemmta okkur og gleðja okkur. Við höfum aldrei hugsað um þetta sem pöbbaband eða næturvinnu.“ Þór segist vera aðdáandi Elvis eins og allir aðrir. „Þú getur ekki unnið við tónlist eða hlustað á tónlist og sleppt Elvis, það er ekki hægt.“ Næstu tónleikar Minä Rakastan Sinua verða í Norræna húsinu 25. ágúst. Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Minä Rakastan Sinua hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, sem heitir Elvis, í höfuðið á konungi rokksins. Á plötunni, sem kemur út undir merkjum Smekkleysu, syngur hljómsveitin lög úr sarpi Elvis Presley með það að markmiði að blása lífi í þau á nýjan leik. Sveitina skipa Didda Jónsdóttir, Riina Finnsdóttir og Kormákur Geirharðsson auk bræðranna Ara og Þórs Eldon. „Við spiluðum þetta Elvis-prógramm fyrst á skemmtistaðnum Domo í febrúar á fjáröflunartónleikum. Þá var Didda að safna peningum til að leysa barnsföður sinn úr haldi en hann sat í fangelsi á Jamaíku. Það gekk alveg frábærlega og við náðum karlinum úr fangelsi. Síðan fórum við beint í stúdíó og tókum efnið upp „live“ og það er platan sem er að koma út núna,“ segir Þór Eldon. „Við ákváðum að reyna að hafa þetta eins hrátt og einfalt og það var á tónleikunum. Við náðum fínu sándi í stúdíóinu og létum bara vaða. Ég veit ekki hvað við verðum lengi með þetta Elvis-prógramm í gangi en þetta er bara til að skemmta okkur og gleðja okkur. Við höfum aldrei hugsað um þetta sem pöbbaband eða næturvinnu.“ Þór segist vera aðdáandi Elvis eins og allir aðrir. „Þú getur ekki unnið við tónlist eða hlustað á tónlist og sleppt Elvis, það er ekki hægt.“ Næstu tónleikar Minä Rakastan Sinua verða í Norræna húsinu 25. ágúst.
Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið