Pönkhagfræði 16. ágúst 2007 00:01 Eftir því sem ég kemst næst er gott að græða, en slæmt að tapa. Þessa þulu tuldrar nútímamaðurinn fyrir munni sér. Samt tapa allir á endanum í gröfinni, en það er víst önnur saga. Þangað til er hámarksgróði eina markmiðið og skiptir þá litlu hvort þrælahald komi við sögu eða ekki. Verst er bara hvað gróði og gróðapungar eru leiðinleg fyrirbæri. Fréttir af gróða einhverra gróðapunga eru drepleiðinlegar og manni er alveg sama þótt Oddaflug fari upp fyrir Gnúp, eins og ég las í blaði í fyrradag. Á meðan bæði Oddaflug og Gnúpur stuðla ekki að öðru en fokdýrum flugfarmiðum gæti manni ekki verið meira sama hvor á meira í FL-grúpp. Fyrir viku dó náungi sem hét Tony Wilson. Hans hagfræði var pönk. Hann kom Manchester á tónlistarkortið og er alræmdur fyrir að tapa peningum. Hann stofnaði Factory-útgáfuna og tapaði stíft með því að gefa út bönd sem fáir vildu hlusta á í bland við bönd eins og Joy Division og Happy Mondays, sem fleiri vildu hlusta á. Hann gerði aldrei skriflega samninga við listamenn og skipti innkomu 50/50 á milli fyrirtækis og listamanna. Mest selda platan er smellurinn Blue Monday með New Order. Umslag plötunnar var svo dýrt í framleiðslu að það var tap á hverju einasta eintaki. Platan seldist og seldist og endaði sem mest selda 12" plata sögunnar svo það varð auðvitað stórtap á laginu. Samt datt Tony ekki í hug að láta framleiða ódýrara umslag því hann virti óskir hönnuðarins! Plata með Happy Mondays var síðasti naglinn í líkkistu Factory. Hún var tekin upp á Barbados því söngvarinn, Shaun Ryder, var forfallinn heróínfíkill og Barbados þótti ákjósanlegur upptökustaður því þar var víst ekkert heróín. Þar var hins vegar allt flæðandi í kókaíni sem Shaun skipti yfir í og lét fyrirtækið blæða. Ekki gekk Tony betur að græða á skemmtistaðnum sínum, Hacienda. Þetta var á alsæluárunum svo enginn vildi annað en ókeypis vatn á barnum. Mottó Tonys var „Some people make money, others make history". Hann varð 57 ára og lífshlaups hans verður minnst sem endalausrar raðar af skemmtilegum sögum - jafnvel flestum sönnum. Í gröfinni er það örugglega ekkert verri eftirskrift en að hafa komist upp fyrir Gnúp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun
Eftir því sem ég kemst næst er gott að græða, en slæmt að tapa. Þessa þulu tuldrar nútímamaðurinn fyrir munni sér. Samt tapa allir á endanum í gröfinni, en það er víst önnur saga. Þangað til er hámarksgróði eina markmiðið og skiptir þá litlu hvort þrælahald komi við sögu eða ekki. Verst er bara hvað gróði og gróðapungar eru leiðinleg fyrirbæri. Fréttir af gróða einhverra gróðapunga eru drepleiðinlegar og manni er alveg sama þótt Oddaflug fari upp fyrir Gnúp, eins og ég las í blaði í fyrradag. Á meðan bæði Oddaflug og Gnúpur stuðla ekki að öðru en fokdýrum flugfarmiðum gæti manni ekki verið meira sama hvor á meira í FL-grúpp. Fyrir viku dó náungi sem hét Tony Wilson. Hans hagfræði var pönk. Hann kom Manchester á tónlistarkortið og er alræmdur fyrir að tapa peningum. Hann stofnaði Factory-útgáfuna og tapaði stíft með því að gefa út bönd sem fáir vildu hlusta á í bland við bönd eins og Joy Division og Happy Mondays, sem fleiri vildu hlusta á. Hann gerði aldrei skriflega samninga við listamenn og skipti innkomu 50/50 á milli fyrirtækis og listamanna. Mest selda platan er smellurinn Blue Monday með New Order. Umslag plötunnar var svo dýrt í framleiðslu að það var tap á hverju einasta eintaki. Platan seldist og seldist og endaði sem mest selda 12" plata sögunnar svo það varð auðvitað stórtap á laginu. Samt datt Tony ekki í hug að láta framleiða ódýrara umslag því hann virti óskir hönnuðarins! Plata með Happy Mondays var síðasti naglinn í líkkistu Factory. Hún var tekin upp á Barbados því söngvarinn, Shaun Ryder, var forfallinn heróínfíkill og Barbados þótti ákjósanlegur upptökustaður því þar var víst ekkert heróín. Þar var hins vegar allt flæðandi í kókaíni sem Shaun skipti yfir í og lét fyrirtækið blæða. Ekki gekk Tony betur að græða á skemmtistaðnum sínum, Hacienda. Þetta var á alsæluárunum svo enginn vildi annað en ókeypis vatn á barnum. Mottó Tonys var „Some people make money, others make history". Hann varð 57 ára og lífshlaups hans verður minnst sem endalausrar raðar af skemmtilegum sögum - jafnvel flestum sönnum. Í gröfinni er það örugglega ekkert verri eftirskrift en að hafa komist upp fyrir Gnúp.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun