Kolefnisjafnaðir rokkarar 15. ágúst 2007 04:00 Valgeir Gestsson, Sveinn Helgi Halldórsson, Viðar Friðriksson og Ágúst Bogason skipa hljómsveitina Jan Mayen MYND/valli Hljómsveitin Jan Mayen hefur gefið út sína aðra breiðskífu sem nefnist So Much Better Than Your Normal Life. Freyr Bjarnason átti umhverfisvænt símaspjall við gítarleikarann Ágúst Bogason. Jan Mayen steig fram á tónlistarsviðið á Íslandi árið 2003 þegar sveitin gaf út fimm laga EP-plötu. Fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd, Home of the Free Indeed, kom út ári síðar á vegum Smekkleysu og fékk hún mjög góðar viðtökur. Var hún meðal annars tilnefnd til þrennra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2005. Hafa því margir beðið nýju plötunnar með mikilli eftirvæntingu, enda Jan Mayen talin ein efnilegasta rokksveit landsins.Æðislegt með EbergTónlistarmaðurinn Eberg stjórnaði upptökum á plötunni og ber gítarleikarinn Ágúst Bogason honum vel söguna. „Það var æðislegt að vinna með honum. Við ætluðum að prófa örfá lög og þreifa á hlutunum en síðan vatt þetta upp á sig og endaði á því að við kláruðum plötuna með honum. Fyrsta „prufusessjónið“ með honum endaði allt á plötunni, þannig að þetta heppnaðist mjög vel,“ segir Ágúst. Reynslan vegur þungtBassaleikarinn Sveinn Helgi Halldórsson hefur bæst í hópinn hjá Jan Mayen síðan síðasta plata kom út. Að sögn Ágústs eru þeir félagar orðnir töluvert reyndari en áður og það hafi skilað sér á plötunni. „Við erum ennþá að reyna að gera tónlist sem okkur finnst skemmtileg en núna kunnum við meira og vitum betur hvernig við eigum að vinna þetta.“Platan var unnin á tveggja ára tímabili. Fjalla textarnir, sem eru eftir söngvarann og gítarleikann Valgeir Gestsson, um mann sem lendir í slysi og verður fyrir miklu áfalli við það. „Þeir fjalla um raunir hans í kjölfar þess. Hann hættir með konunni, gefur skít í allt, fer á fyllerí og fær messíasarkomplex,“ segir Ágúst.Jan Mayen-skógurPlatan er gefin út í umhverfisvænum umbúðum og eru lögin ellefu jafnframt kolefnisjöfnuð. Með fyrstu hundrað eintökunum fylgja ellefu fræ sem fólk er hvatt til að planta áður en vetur gengur í garð til að stuðla að frekari kolefnisjöfnun Íslands. Einnig hafa liðsmenn Jan Mayen heitið því að gróðursetja eitt tré fyrir hverja plötu sem selst.Þrátt fyrir þetta segir Ágúst þá félaga ekki vera umhverfisvæna. „Það eru eiginlega allir aðrir sem virðast vera umhverfisvænir. Við viljum bara ekki vera öðruvísi heldur fylgja straumnum. Ef þetta gengur of vel þurfum við að fá hjálp frá skógræktarfélaginu þannig að úr verði Jan Mayen-skógur, helst á Jan Mayen. Það væri samt æskilegast ef stjórnvöld myndu útvega okkur litla eyju í einhverjum firðinum þar sem engin byggð er.“Tónleikar í kvöldFramundan hjá Jan Mayen eru tónleikar á Organ í kvöld og íBretlandi í lok september og byrjun október. Einnig spilar sveitin á Iceland Airwaves 18. október, þar sem hún mun vonandi láta ljós sitt skína fyrir íslenska og erlenda tónleikagesti. Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Jan Mayen hefur gefið út sína aðra breiðskífu sem nefnist So Much Better Than Your Normal Life. Freyr Bjarnason átti umhverfisvænt símaspjall við gítarleikarann Ágúst Bogason. Jan Mayen steig fram á tónlistarsviðið á Íslandi árið 2003 þegar sveitin gaf út fimm laga EP-plötu. Fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd, Home of the Free Indeed, kom út ári síðar á vegum Smekkleysu og fékk hún mjög góðar viðtökur. Var hún meðal annars tilnefnd til þrennra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2005. Hafa því margir beðið nýju plötunnar með mikilli eftirvæntingu, enda Jan Mayen talin ein efnilegasta rokksveit landsins.Æðislegt með EbergTónlistarmaðurinn Eberg stjórnaði upptökum á plötunni og ber gítarleikarinn Ágúst Bogason honum vel söguna. „Það var æðislegt að vinna með honum. Við ætluðum að prófa örfá lög og þreifa á hlutunum en síðan vatt þetta upp á sig og endaði á því að við kláruðum plötuna með honum. Fyrsta „prufusessjónið“ með honum endaði allt á plötunni, þannig að þetta heppnaðist mjög vel,“ segir Ágúst. Reynslan vegur þungtBassaleikarinn Sveinn Helgi Halldórsson hefur bæst í hópinn hjá Jan Mayen síðan síðasta plata kom út. Að sögn Ágústs eru þeir félagar orðnir töluvert reyndari en áður og það hafi skilað sér á plötunni. „Við erum ennþá að reyna að gera tónlist sem okkur finnst skemmtileg en núna kunnum við meira og vitum betur hvernig við eigum að vinna þetta.“Platan var unnin á tveggja ára tímabili. Fjalla textarnir, sem eru eftir söngvarann og gítarleikann Valgeir Gestsson, um mann sem lendir í slysi og verður fyrir miklu áfalli við það. „Þeir fjalla um raunir hans í kjölfar þess. Hann hættir með konunni, gefur skít í allt, fer á fyllerí og fær messíasarkomplex,“ segir Ágúst.Jan Mayen-skógurPlatan er gefin út í umhverfisvænum umbúðum og eru lögin ellefu jafnframt kolefnisjöfnuð. Með fyrstu hundrað eintökunum fylgja ellefu fræ sem fólk er hvatt til að planta áður en vetur gengur í garð til að stuðla að frekari kolefnisjöfnun Íslands. Einnig hafa liðsmenn Jan Mayen heitið því að gróðursetja eitt tré fyrir hverja plötu sem selst.Þrátt fyrir þetta segir Ágúst þá félaga ekki vera umhverfisvæna. „Það eru eiginlega allir aðrir sem virðast vera umhverfisvænir. Við viljum bara ekki vera öðruvísi heldur fylgja straumnum. Ef þetta gengur of vel þurfum við að fá hjálp frá skógræktarfélaginu þannig að úr verði Jan Mayen-skógur, helst á Jan Mayen. Það væri samt æskilegast ef stjórnvöld myndu útvega okkur litla eyju í einhverjum firðinum þar sem engin byggð er.“Tónleikar í kvöldFramundan hjá Jan Mayen eru tónleikar á Organ í kvöld og íBretlandi í lok september og byrjun október. Einnig spilar sveitin á Iceland Airwaves 18. október, þar sem hún mun vonandi láta ljós sitt skína fyrir íslenska og erlenda tónleikagesti.
Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira