Í gettóinu 3. ágúst 2007 00:01 Þegar ég var þrettán upphófst hryðjuverkafaraldur í skólanum mínum, flugeldar voru sprengdir í klósettum og ruslafötum. Skólastjórinn gekk í bekki með sundurtætta ruslatunnu undir hendinni og einkennisklæddan lögregluþjón undir hinni, sem sagði að allir yrðu að ,,æxla ábyrgð á eigin gjörðum". Þessi reynsla af lífinu í gettóinu kom mér loks til góða á Heathrowflugvelli um daginn. Í millilendingunni þvældist ég um flugvöllinn þveran og endilangan með fullan poka af matarleifum í leit að ruslafötu. Það reyndist ekki vera ein einasta ruslafata á Heathrow. Ég lagði strax saman tvo og tvo: það er jú hægt að setja sprengjur í ruslatunnur. Besta ráðið er auðvitað að fjarlægja ruslatunnurnar. Besta ráðið er að taka enga sénsa með þjóðaröryggið. Sem draup vissulega af hverju strái. Fólki skrikaði fótur í þjóðarörygginu þar sem það gekk lúpulegt á sokkaleistunum í gegnum vopnaleitarhliðið, enda má koma fyrir heilu vopnabúri í góðum ítölskum blankskóm. Ungbarnamæður roðnuðu af þjóðaröryggi þegar þær sleiktu brjóstamjólk af handarbakinu undir vökulum augum tollvarða, smá sýni úr pelanum. Traustvekjandi útverðir þjóðaröryggisins voru glerkassar fullir af tappatogurum, tannkremstúpum, naglaklippum, naglaskærum og naglaþjölum - handsnyrting utan veggja baðherbergisins er að sjálfsögðu ógn við þjóðaröryggið. Kannski er það eins og að stökkva vatni á geit að spyrja á Íslandi hvers vegna ekki sé gripið til svipaðra öryggisráðstafana þegar maður fer um borð í önnur almenningsfarartæki, sem í öðrum löndum eru fullt eins vænleg skotmörk. Neðanjarðarlestum er víst ekki að dreifa og enginn myndi græða á því að sprengja upp íslenskan strætisvagn. (Myndi hryðjuverkamaður einu sinni nenna að bíða eftir næsta strætó, eins og tímataflan er orðin? Eða tíma að borga sig inn?) Það er nú samt ástæða til þess að spyrja. Af því að það eru svo fáir sem virðast sjá nokkuð athugavert við að geta ekki stigið upp í flugvél án þess að taka þátt í þessum sirkus til varnar þjóðarörygginu, sem virðist allur ganga út á minnkandi öryggiskennd almennings samfara auknu raunverulegu öryggi. Við lútum bara höfði, förum úr skónum, látum hirða af okkur djúsið og naglaþjölina og eltum hælana á næsta manni í gegnum hliðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Þegar ég var þrettán upphófst hryðjuverkafaraldur í skólanum mínum, flugeldar voru sprengdir í klósettum og ruslafötum. Skólastjórinn gekk í bekki með sundurtætta ruslatunnu undir hendinni og einkennisklæddan lögregluþjón undir hinni, sem sagði að allir yrðu að ,,æxla ábyrgð á eigin gjörðum". Þessi reynsla af lífinu í gettóinu kom mér loks til góða á Heathrowflugvelli um daginn. Í millilendingunni þvældist ég um flugvöllinn þveran og endilangan með fullan poka af matarleifum í leit að ruslafötu. Það reyndist ekki vera ein einasta ruslafata á Heathrow. Ég lagði strax saman tvo og tvo: það er jú hægt að setja sprengjur í ruslatunnur. Besta ráðið er auðvitað að fjarlægja ruslatunnurnar. Besta ráðið er að taka enga sénsa með þjóðaröryggið. Sem draup vissulega af hverju strái. Fólki skrikaði fótur í þjóðarörygginu þar sem það gekk lúpulegt á sokkaleistunum í gegnum vopnaleitarhliðið, enda má koma fyrir heilu vopnabúri í góðum ítölskum blankskóm. Ungbarnamæður roðnuðu af þjóðaröryggi þegar þær sleiktu brjóstamjólk af handarbakinu undir vökulum augum tollvarða, smá sýni úr pelanum. Traustvekjandi útverðir þjóðaröryggisins voru glerkassar fullir af tappatogurum, tannkremstúpum, naglaklippum, naglaskærum og naglaþjölum - handsnyrting utan veggja baðherbergisins er að sjálfsögðu ógn við þjóðaröryggið. Kannski er það eins og að stökkva vatni á geit að spyrja á Íslandi hvers vegna ekki sé gripið til svipaðra öryggisráðstafana þegar maður fer um borð í önnur almenningsfarartæki, sem í öðrum löndum eru fullt eins vænleg skotmörk. Neðanjarðarlestum er víst ekki að dreifa og enginn myndi græða á því að sprengja upp íslenskan strætisvagn. (Myndi hryðjuverkamaður einu sinni nenna að bíða eftir næsta strætó, eins og tímataflan er orðin? Eða tíma að borga sig inn?) Það er nú samt ástæða til þess að spyrja. Af því að það eru svo fáir sem virðast sjá nokkuð athugavert við að geta ekki stigið upp í flugvél án þess að taka þátt í þessum sirkus til varnar þjóðarörygginu, sem virðist allur ganga út á minnkandi öryggiskennd almennings samfara auknu raunverulegu öryggi. Við lútum bara höfði, förum úr skónum, látum hirða af okkur djúsið og naglaþjölina og eltum hælana á næsta manni í gegnum hliðið.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun