Ungur og hæfileikaríkur hönnuður 21. júlí 2007 00:30 Það eru ekki allir fimmtán ára krakkar sem geta státað af því að hafa haldið heila tískusýningu en það mun Særós Mist Hrannarsdóttir gera í dag. Sýningin fer fram í Hinu húsinu og opnar húsið klukkan tvö. „Ég hef verið að hanna og sauma tuttugu og eitt fatasett fyrir konur. Ég er ekkert menntuð en er bara að leika mér og finnst þetta ótrúlega gaman. Fötin eru mjög mismunandi, sum í prinsessustíl en önnur meira fáguð. Ég er svolítið fyrir svona rómantískan stíl," segir Særós Mist sem hefur verið búsett í Danmörku og útskrifaðist nýlega úr dönskum grunnskóla. „Í haust mun ég svo fara í einskonar Lýðháskóla og læra hönnun. Það verður gott að taka pásu frá hinu venjulega skólaumhverfi og ég hlakka mjög til að læra það sem ég hef áhuga á," segir Særós sem segist ekki ennþá eiga sér neinn uppáhalds tískuhönnuð. „Ég er svolítið hrifin af íslenskri hönnun núna, til dæmis Nakta apanum. Ég er þó lítið fyrir að fylgja einhverjum tískureglum og hef alltaf lagt áherslu á að skapa minn eigin stíl, alveg frá því ég var lítil."særós mist hrannarsdóttir Þessi unga dama hefur hannað tuttuguogeinn alklæðnað fyrir konur og sýnir þá í Hinu Húsinu í dag.Fréttablaðið/VilhelmÞað er greinilega kraftur í þessari hæfileikaríku ungu dömu en sýnishorn af fötum hennar má sjá á hönnunarsíðu hennar www.myspace.com/saeros_design. Fötin verða sett í almenna sölu að sýningunni lokinni í versluninni Fígúru á Skólavörðustíg. Sýningin fer fram í kjallara Hins hússins, förðunarfyrirtækið Make Up Store sér um förðun á fyrirsætunum og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Það eru ekki allir fimmtán ára krakkar sem geta státað af því að hafa haldið heila tískusýningu en það mun Særós Mist Hrannarsdóttir gera í dag. Sýningin fer fram í Hinu húsinu og opnar húsið klukkan tvö. „Ég hef verið að hanna og sauma tuttugu og eitt fatasett fyrir konur. Ég er ekkert menntuð en er bara að leika mér og finnst þetta ótrúlega gaman. Fötin eru mjög mismunandi, sum í prinsessustíl en önnur meira fáguð. Ég er svolítið fyrir svona rómantískan stíl," segir Særós Mist sem hefur verið búsett í Danmörku og útskrifaðist nýlega úr dönskum grunnskóla. „Í haust mun ég svo fara í einskonar Lýðháskóla og læra hönnun. Það verður gott að taka pásu frá hinu venjulega skólaumhverfi og ég hlakka mjög til að læra það sem ég hef áhuga á," segir Særós sem segist ekki ennþá eiga sér neinn uppáhalds tískuhönnuð. „Ég er svolítið hrifin af íslenskri hönnun núna, til dæmis Nakta apanum. Ég er þó lítið fyrir að fylgja einhverjum tískureglum og hef alltaf lagt áherslu á að skapa minn eigin stíl, alveg frá því ég var lítil."særós mist hrannarsdóttir Þessi unga dama hefur hannað tuttuguogeinn alklæðnað fyrir konur og sýnir þá í Hinu Húsinu í dag.Fréttablaðið/VilhelmÞað er greinilega kraftur í þessari hæfileikaríku ungu dömu en sýnishorn af fötum hennar má sjá á hönnunarsíðu hennar www.myspace.com/saeros_design. Fötin verða sett í almenna sölu að sýningunni lokinni í versluninni Fígúru á Skólavörðustíg. Sýningin fer fram í kjallara Hins hússins, förðunarfyrirtækið Make Up Store sér um förðun á fyrirsætunum og eru að sjálfsögðu allir velkomnir.
Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira