Ungur og hæfileikaríkur hönnuður 21. júlí 2007 00:30 Það eru ekki allir fimmtán ára krakkar sem geta státað af því að hafa haldið heila tískusýningu en það mun Særós Mist Hrannarsdóttir gera í dag. Sýningin fer fram í Hinu húsinu og opnar húsið klukkan tvö. „Ég hef verið að hanna og sauma tuttugu og eitt fatasett fyrir konur. Ég er ekkert menntuð en er bara að leika mér og finnst þetta ótrúlega gaman. Fötin eru mjög mismunandi, sum í prinsessustíl en önnur meira fáguð. Ég er svolítið fyrir svona rómantískan stíl," segir Særós Mist sem hefur verið búsett í Danmörku og útskrifaðist nýlega úr dönskum grunnskóla. „Í haust mun ég svo fara í einskonar Lýðháskóla og læra hönnun. Það verður gott að taka pásu frá hinu venjulega skólaumhverfi og ég hlakka mjög til að læra það sem ég hef áhuga á," segir Særós sem segist ekki ennþá eiga sér neinn uppáhalds tískuhönnuð. „Ég er svolítið hrifin af íslenskri hönnun núna, til dæmis Nakta apanum. Ég er þó lítið fyrir að fylgja einhverjum tískureglum og hef alltaf lagt áherslu á að skapa minn eigin stíl, alveg frá því ég var lítil."særós mist hrannarsdóttir Þessi unga dama hefur hannað tuttuguogeinn alklæðnað fyrir konur og sýnir þá í Hinu Húsinu í dag.Fréttablaðið/VilhelmÞað er greinilega kraftur í þessari hæfileikaríku ungu dömu en sýnishorn af fötum hennar má sjá á hönnunarsíðu hennar www.myspace.com/saeros_design. Fötin verða sett í almenna sölu að sýningunni lokinni í versluninni Fígúru á Skólavörðustíg. Sýningin fer fram í kjallara Hins hússins, förðunarfyrirtækið Make Up Store sér um förðun á fyrirsætunum og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Það eru ekki allir fimmtán ára krakkar sem geta státað af því að hafa haldið heila tískusýningu en það mun Særós Mist Hrannarsdóttir gera í dag. Sýningin fer fram í Hinu húsinu og opnar húsið klukkan tvö. „Ég hef verið að hanna og sauma tuttugu og eitt fatasett fyrir konur. Ég er ekkert menntuð en er bara að leika mér og finnst þetta ótrúlega gaman. Fötin eru mjög mismunandi, sum í prinsessustíl en önnur meira fáguð. Ég er svolítið fyrir svona rómantískan stíl," segir Særós Mist sem hefur verið búsett í Danmörku og útskrifaðist nýlega úr dönskum grunnskóla. „Í haust mun ég svo fara í einskonar Lýðháskóla og læra hönnun. Það verður gott að taka pásu frá hinu venjulega skólaumhverfi og ég hlakka mjög til að læra það sem ég hef áhuga á," segir Særós sem segist ekki ennþá eiga sér neinn uppáhalds tískuhönnuð. „Ég er svolítið hrifin af íslenskri hönnun núna, til dæmis Nakta apanum. Ég er þó lítið fyrir að fylgja einhverjum tískureglum og hef alltaf lagt áherslu á að skapa minn eigin stíl, alveg frá því ég var lítil."særós mist hrannarsdóttir Þessi unga dama hefur hannað tuttuguogeinn alklæðnað fyrir konur og sýnir þá í Hinu Húsinu í dag.Fréttablaðið/VilhelmÞað er greinilega kraftur í þessari hæfileikaríku ungu dömu en sýnishorn af fötum hennar má sjá á hönnunarsíðu hennar www.myspace.com/saeros_design. Fötin verða sett í almenna sölu að sýningunni lokinni í versluninni Fígúru á Skólavörðustíg. Sýningin fer fram í kjallara Hins hússins, förðunarfyrirtækið Make Up Store sér um förðun á fyrirsætunum og eru að sjálfsögðu allir velkomnir.
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira