Gleðirokkið á undanhaldi 18. júlí 2007 01:45 Þeir Haraldur Leví Gunnarsson, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson, Jón Þór Ólafsson og Stefnir Gunnarsson skipa hljómsveitina Lödu Sport. fréttablaðið/daníel Hljómsveitin Lada Sport hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, Time and Time Again, á vegum Geimsteins. Platan inniheldur ellefu lög og hefur annað smáskífulagið, The World Is A Place For Kids Going Far, fengið góðar viðtökur. Að sögn trommarans Haraldar Levís Gunnarssonar hófust upptökur á plötunni í janúar á þessu ári og kláruðust þær fjórum mánuðum síðar eftir nokkrar stuttar pásur. „Þetta er skemmtileg og fjörug plata, með líflegum og poppuðum hljómi,“ segir Haraldur. „Við erum búnir að vinna lengi að þessu og erum ógeðslega sáttir.“Tveir söngvararNokkur breyting hefur verið á stefnu og mannaskipan Lödu Sport síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2004 þegar hún lenti í öðru sæti í Músíktilraunum á eftir Mammút. „Þegar við byrjuðum var þetta mun meira gleðirokk heldur en það er núna. Fólk vildi alla vega halda því fram að þetta væri gleðirokk. Við erum orðnir mun poppaðri og þroskaðri í lagasmíðum. Svo hafa líka verið mannabreytingar og núna eru það tveir söngvarar sem skipta á milli sín söngnum. Mér finnst það mun betra,“ segir Haraldur. Til AmeríkuHann segir þá félaga ætla að koma plötunni á erlendan markað. „Við spiluðum í Ameríku í mars og ætlum að reyna að fara aftur út í haust. Við ætlum að reyna að koma henni út og kynna okkur betur.“ Tónleikar í kvöldNæstu tónleikar Lödu Sport verða á Dillon í kvöld þar sem Dr. Spock treður einnig upp. Á föstudag spilar sveitin síðan á listahátíðinni Lunga á Seyðisfirði. Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Lada Sport hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, Time and Time Again, á vegum Geimsteins. Platan inniheldur ellefu lög og hefur annað smáskífulagið, The World Is A Place For Kids Going Far, fengið góðar viðtökur. Að sögn trommarans Haraldar Levís Gunnarssonar hófust upptökur á plötunni í janúar á þessu ári og kláruðust þær fjórum mánuðum síðar eftir nokkrar stuttar pásur. „Þetta er skemmtileg og fjörug plata, með líflegum og poppuðum hljómi,“ segir Haraldur. „Við erum búnir að vinna lengi að þessu og erum ógeðslega sáttir.“Tveir söngvararNokkur breyting hefur verið á stefnu og mannaskipan Lödu Sport síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2004 þegar hún lenti í öðru sæti í Músíktilraunum á eftir Mammút. „Þegar við byrjuðum var þetta mun meira gleðirokk heldur en það er núna. Fólk vildi alla vega halda því fram að þetta væri gleðirokk. Við erum orðnir mun poppaðri og þroskaðri í lagasmíðum. Svo hafa líka verið mannabreytingar og núna eru það tveir söngvarar sem skipta á milli sín söngnum. Mér finnst það mun betra,“ segir Haraldur. Til AmeríkuHann segir þá félaga ætla að koma plötunni á erlendan markað. „Við spiluðum í Ameríku í mars og ætlum að reyna að fara aftur út í haust. Við ætlum að reyna að koma henni út og kynna okkur betur.“ Tónleikar í kvöldNæstu tónleikar Lödu Sport verða á Dillon í kvöld þar sem Dr. Spock treður einnig upp. Á föstudag spilar sveitin síðan á listahátíðinni Lunga á Seyðisfirði.
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira