Gleðirokkið á undanhaldi 18. júlí 2007 01:45 Þeir Haraldur Leví Gunnarsson, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson, Jón Þór Ólafsson og Stefnir Gunnarsson skipa hljómsveitina Lödu Sport. fréttablaðið/daníel Hljómsveitin Lada Sport hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, Time and Time Again, á vegum Geimsteins. Platan inniheldur ellefu lög og hefur annað smáskífulagið, The World Is A Place For Kids Going Far, fengið góðar viðtökur. Að sögn trommarans Haraldar Levís Gunnarssonar hófust upptökur á plötunni í janúar á þessu ári og kláruðust þær fjórum mánuðum síðar eftir nokkrar stuttar pásur. „Þetta er skemmtileg og fjörug plata, með líflegum og poppuðum hljómi,“ segir Haraldur. „Við erum búnir að vinna lengi að þessu og erum ógeðslega sáttir.“Tveir söngvararNokkur breyting hefur verið á stefnu og mannaskipan Lödu Sport síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2004 þegar hún lenti í öðru sæti í Músíktilraunum á eftir Mammút. „Þegar við byrjuðum var þetta mun meira gleðirokk heldur en það er núna. Fólk vildi alla vega halda því fram að þetta væri gleðirokk. Við erum orðnir mun poppaðri og þroskaðri í lagasmíðum. Svo hafa líka verið mannabreytingar og núna eru það tveir söngvarar sem skipta á milli sín söngnum. Mér finnst það mun betra,“ segir Haraldur. Til AmeríkuHann segir þá félaga ætla að koma plötunni á erlendan markað. „Við spiluðum í Ameríku í mars og ætlum að reyna að fara aftur út í haust. Við ætlum að reyna að koma henni út og kynna okkur betur.“ Tónleikar í kvöldNæstu tónleikar Lödu Sport verða á Dillon í kvöld þar sem Dr. Spock treður einnig upp. Á föstudag spilar sveitin síðan á listahátíðinni Lunga á Seyðisfirði. Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Lada Sport hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, Time and Time Again, á vegum Geimsteins. Platan inniheldur ellefu lög og hefur annað smáskífulagið, The World Is A Place For Kids Going Far, fengið góðar viðtökur. Að sögn trommarans Haraldar Levís Gunnarssonar hófust upptökur á plötunni í janúar á þessu ári og kláruðust þær fjórum mánuðum síðar eftir nokkrar stuttar pásur. „Þetta er skemmtileg og fjörug plata, með líflegum og poppuðum hljómi,“ segir Haraldur. „Við erum búnir að vinna lengi að þessu og erum ógeðslega sáttir.“Tveir söngvararNokkur breyting hefur verið á stefnu og mannaskipan Lödu Sport síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2004 þegar hún lenti í öðru sæti í Músíktilraunum á eftir Mammút. „Þegar við byrjuðum var þetta mun meira gleðirokk heldur en það er núna. Fólk vildi alla vega halda því fram að þetta væri gleðirokk. Við erum orðnir mun poppaðri og þroskaðri í lagasmíðum. Svo hafa líka verið mannabreytingar og núna eru það tveir söngvarar sem skipta á milli sín söngnum. Mér finnst það mun betra,“ segir Haraldur. Til AmeríkuHann segir þá félaga ætla að koma plötunni á erlendan markað. „Við spiluðum í Ameríku í mars og ætlum að reyna að fara aftur út í haust. Við ætlum að reyna að koma henni út og kynna okkur betur.“ Tónleikar í kvöldNæstu tónleikar Lödu Sport verða á Dillon í kvöld þar sem Dr. Spock treður einnig upp. Á föstudag spilar sveitin síðan á listahátíðinni Lunga á Seyðisfirði.
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira