Finnur verður framkvæmdastjóri 28. júní 2007 06:00 Finnur Oddsson, lektor og forstöðumaður MBA-náms við Háskólann í Reykjavík, sest í framkvæmdastjórastól Viðskiptaráðs Íslands í haust. Hann tekur við af Höllu Tómasdóttur. Finnur verður þó áfram viðloðandi HR enda er Viðskiptaráð Íslands stærsti eigandi skólans. Mun hann meðal annars halda áfram kennslu og rannsóknarstörfum við skólann. Fram að framkvæmdastjóraskiptum ætlar Finnur að ganga frá lausum endum og koma nýjum manni inn í starf forstöðumanns. Sá verður Aðalsteinn Leifsson sem einnig gegnir stöðu lektors við HR. Hvort einhverra breytinga á skipulagi Viðskiptaráðs sé að vænta segist Finnur ekki geta sagt til um enn. Hins vegar sé ljóst að hann muni áfram vinna ötullega að því markmiði Viðskiptaráðs að tryggja að hér á landi sé gott viðskiptaumhverfi.Stofnar sjóð fyrir konurHalla Tómasdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs undir lok árs 2005. Hún staðfesti í gær þær sögusagnir að hún hygðist láta af störfum til að stofna fjárfestingarsjóð. Sá verður sérstakur fyrir þær sakir að hann mun beina sjónum að kvennafyrirtækjum. Það kemur ekki á óvart að Halla skuli snúa sér í þessa átt.Hún hefur verið virk í þeirri baráttu að auka hlut kvenna í viðskiptalífinu. Þar að auki þykir hún hafa næmt nef fyrir ónýttum tækifærum. Halla hefur verið ein allt of fárra íslenskra kvenna sem hafa verið áberandi á viðskiptasíðum dagblaðanna. Missir verður að henni þar. Þess er þó að vænta að hún hverfi ekki frá nema í stutta stund og komi aftur sterk inn með haustinu á nýjum vettvangi. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Finnur Oddsson, lektor og forstöðumaður MBA-náms við Háskólann í Reykjavík, sest í framkvæmdastjórastól Viðskiptaráðs Íslands í haust. Hann tekur við af Höllu Tómasdóttur. Finnur verður þó áfram viðloðandi HR enda er Viðskiptaráð Íslands stærsti eigandi skólans. Mun hann meðal annars halda áfram kennslu og rannsóknarstörfum við skólann. Fram að framkvæmdastjóraskiptum ætlar Finnur að ganga frá lausum endum og koma nýjum manni inn í starf forstöðumanns. Sá verður Aðalsteinn Leifsson sem einnig gegnir stöðu lektors við HR. Hvort einhverra breytinga á skipulagi Viðskiptaráðs sé að vænta segist Finnur ekki geta sagt til um enn. Hins vegar sé ljóst að hann muni áfram vinna ötullega að því markmiði Viðskiptaráðs að tryggja að hér á landi sé gott viðskiptaumhverfi.Stofnar sjóð fyrir konurHalla Tómasdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs undir lok árs 2005. Hún staðfesti í gær þær sögusagnir að hún hygðist láta af störfum til að stofna fjárfestingarsjóð. Sá verður sérstakur fyrir þær sakir að hann mun beina sjónum að kvennafyrirtækjum. Það kemur ekki á óvart að Halla skuli snúa sér í þessa átt.Hún hefur verið virk í þeirri baráttu að auka hlut kvenna í viðskiptalífinu. Þar að auki þykir hún hafa næmt nef fyrir ónýttum tækifærum. Halla hefur verið ein allt of fárra íslenskra kvenna sem hafa verið áberandi á viðskiptasíðum dagblaðanna. Missir verður að henni þar. Þess er þó að vænta að hún hverfi ekki frá nema í stutta stund og komi aftur sterk inn með haustinu á nýjum vettvangi.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira