Þrír efstir og jafnir með 7 18. júní 2007 03:30 Daði Lárusson, markmaður Íslandsmeistara FH, Baldur Sigurðsson miðjumaður Keflvíkinga og Víkingsmarkmaðurinn Bjarni Þórður Halldórsson eru efstir í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Þeir hafa allir spilað mjög vel í sumar og verið lykilmenn í sínum liðum. Fréttablaðið/valli/víkurfréttir/vilhelm Að loknum sex umferðum í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deildarinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í einkunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Taflan hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri. Daði hefur líklega fengið markmanna minnst að gera sökum ógnarsterkrar FH-varnarinnar en það verður ekki tekið af Daða að hann hefur verið frábær. Daði hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í leikjunum sex, tvö þeirra komu í fyrstu umferðinni gegn ÍA og eitt gegn Keflavík. Fjórum sinnum hefur Daði haldið hreinu. Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum á miðjunni hjá Keflvíkingum. Suðurnesjamenn hafa spilað leiftrandi skemmtilega knattspyrnu og hefur Baldur verið sem kóngur á miðjunni hjá vel mönnuðu Keflavíkurliði. Baldur hefur skorað tvö mörk í leikjunum sex. Bjarni Þórður Halldórsson er í láni hjá Víkingum frá Fylki. Hann hefur þurft að hirða boltann úr netmöskvunum sex sinnum í sumar. Bjarni hefur tvisvar haldið marki sínu hreinu, í þrígang hefur hann fengið eitt mark á sig. Það var gegn Fylki, KR og Breiðablik en hann fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð gegn Val. Íslandsmeistarar FH eiga fjóra leikmenn á topp tíu listanum en auk Daða eru þar Matthías Guðmundsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Freyr Bjarnason. Alls eiga Íslandsmeistararnir níu leikmenn á topp 50 listanum hér til hægri. Keflavík og Breiðablik eiga alls átta leikmenn á listanum en Valur sjö. Fram á fimm leikmenn, þar á meðal þrjá neðstu mennina á listanum. Hin fimm liðin í deildinni, Fylkir, Víkingur, HK, ÍA og botnlið KR eiga öll þrjú menn á listanum yfir hæstu meðaleinkunina. Þrír leikmenn hafa skorað fjögur mörk í Landsbankadeildinni í sumar, Matthías Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson og Magnús Páll Gunnarsson. Matthías er sá eini þeirra sem er á topp tíu listanum, hann er í fjórða sæti. Tryggvi er í sæti númer 24 og Magnús númer 31. Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Að loknum sex umferðum í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deildarinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í einkunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Taflan hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri. Daði hefur líklega fengið markmanna minnst að gera sökum ógnarsterkrar FH-varnarinnar en það verður ekki tekið af Daða að hann hefur verið frábær. Daði hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í leikjunum sex, tvö þeirra komu í fyrstu umferðinni gegn ÍA og eitt gegn Keflavík. Fjórum sinnum hefur Daði haldið hreinu. Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum á miðjunni hjá Keflvíkingum. Suðurnesjamenn hafa spilað leiftrandi skemmtilega knattspyrnu og hefur Baldur verið sem kóngur á miðjunni hjá vel mönnuðu Keflavíkurliði. Baldur hefur skorað tvö mörk í leikjunum sex. Bjarni Þórður Halldórsson er í láni hjá Víkingum frá Fylki. Hann hefur þurft að hirða boltann úr netmöskvunum sex sinnum í sumar. Bjarni hefur tvisvar haldið marki sínu hreinu, í þrígang hefur hann fengið eitt mark á sig. Það var gegn Fylki, KR og Breiðablik en hann fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð gegn Val. Íslandsmeistarar FH eiga fjóra leikmenn á topp tíu listanum en auk Daða eru þar Matthías Guðmundsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Freyr Bjarnason. Alls eiga Íslandsmeistararnir níu leikmenn á topp 50 listanum hér til hægri. Keflavík og Breiðablik eiga alls átta leikmenn á listanum en Valur sjö. Fram á fimm leikmenn, þar á meðal þrjá neðstu mennina á listanum. Hin fimm liðin í deildinni, Fylkir, Víkingur, HK, ÍA og botnlið KR eiga öll þrjú menn á listanum yfir hæstu meðaleinkunina. Þrír leikmenn hafa skorað fjögur mörk í Landsbankadeildinni í sumar, Matthías Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson og Magnús Páll Gunnarsson. Matthías er sá eini þeirra sem er á topp tíu listanum, hann er í fjórða sæti. Tryggvi er í sæti númer 24 og Magnús númer 31.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira