Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum 17. júní 2007 11:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum," sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. „Við erum með tvo frábæra framherja og það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að hafa svona stjörnuleikmenn í liðinu okkar. Við sýndum styrk okkar í þessum leik og það er björt framtíð hjá íslenska kvennalandsliðinu." Vörn liðsins var lengst af til fyrirmyndar. „Það var erfitt fyrir þær að brjóta okkur niður, við spiluðum þolinmóðan og agaðan varnarleik. Þóra átti svo frábæran dag í markinu," sagði Sigurður sem var greinilega búinn að undirbúa sig vel undir leikinn. „Franska liðið spilaði nákvæmlega eins og ég bjóst við. Við komum vel undirbúin í leikinn og þetta var frábær leikur hjá okkur. Þær reyndu mikið af langskotum enda eru þær með góða skotmenn og til að mynda skoruðu þær tvö mörk af löngu færi gegn Grikkjum. Við hefðum kannski mátt stíga betur út en þrátt fyrir að þær hafi legið á okkur var vörnin bara svo þétt," sagði þjálfarinn. „Ég er ótrúlega sáttur og stoltur af liðinu. Við eigum núna mikilvægan leik fyrir höndum á miðvikudaginn og ég vona að fólk mæti og styðji okkur þar. Við erum komin með sex stig eftir tvo leiki og leikurinn gegn Serbum er mjög mikilvægur. Þær eru með gott lið og við erum ekkert búin að vinna þann leik," sagði Sigurður. En voru þetta bestu úrslit íslensks landsliðs í sögunni? „Þetta er hæst skrifaða þjóð sem A-landslið hefur unnið. Við unnum Kína í mars sem er í níunda sæti og svo Frakka núna. Þetta sýnir hvað íslenska kvennalandsliðið er sterkt," sagði kampakátur Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum," sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. „Við erum með tvo frábæra framherja og það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að hafa svona stjörnuleikmenn í liðinu okkar. Við sýndum styrk okkar í þessum leik og það er björt framtíð hjá íslenska kvennalandsliðinu." Vörn liðsins var lengst af til fyrirmyndar. „Það var erfitt fyrir þær að brjóta okkur niður, við spiluðum þolinmóðan og agaðan varnarleik. Þóra átti svo frábæran dag í markinu," sagði Sigurður sem var greinilega búinn að undirbúa sig vel undir leikinn. „Franska liðið spilaði nákvæmlega eins og ég bjóst við. Við komum vel undirbúin í leikinn og þetta var frábær leikur hjá okkur. Þær reyndu mikið af langskotum enda eru þær með góða skotmenn og til að mynda skoruðu þær tvö mörk af löngu færi gegn Grikkjum. Við hefðum kannski mátt stíga betur út en þrátt fyrir að þær hafi legið á okkur var vörnin bara svo þétt," sagði þjálfarinn. „Ég er ótrúlega sáttur og stoltur af liðinu. Við eigum núna mikilvægan leik fyrir höndum á miðvikudaginn og ég vona að fólk mæti og styðji okkur þar. Við erum komin með sex stig eftir tvo leiki og leikurinn gegn Serbum er mjög mikilvægur. Þær eru með gott lið og við erum ekkert búin að vinna þann leik," sagði Sigurður. En voru þetta bestu úrslit íslensks landsliðs í sögunni? „Þetta er hæst skrifaða þjóð sem A-landslið hefur unnið. Við unnum Kína í mars sem er í níunda sæti og svo Frakka núna. Þetta sýnir hvað íslenska kvennalandsliðið er sterkt," sagði kampakátur Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira