Frækinn sigur á Frökkum 17. júní 2007 06:45 fréttablaðið/daníel Íslenska kvennalandsliðið náði í gær einum bestu úrslitum í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á Frökkum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið gegn sjöundu bestu þjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Stelpurnar virtust ögn stressaðar í upphafi leiks og voru full fljótar að sparka boltanum fram undir lítilli pressu. Frakkar spiluðu mjög vel saman en gekk illa að komast í góð marktækifæri. Þess í stað freistuðu þær þess að skjóta af löngum færum sem trufluðu Þóru B. Helgadóttur lítið í markinu. Stelpurnar okkar seldu sig illa á tíðum en það kom sem betur fer ekki að sök. Stelpurnar voru mjög ákveðnar í fyrri hálfleik og létu finna fyrir sér. Þrátt fyrir skotveislu Frakka var lítil hætta á ferðum og Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir sköpuðu oft usla í vörn gestanna, án þess þó að skapa dauðafæri. Þrátt fyrir að fá pláss til að athafna sig var vörn Íslands svo þétt og vel skipulögð að ein besta þjóð heims var ekki líkleg til að skora fyrr en í síðari hálfleik. Þá varði Þóra meistaralega í þrígang og hélt liðinu inn í leiknum. Auk þess fóru Frakkar illa að ráði sínu í tveimur dauðafærum. Margrét og Ásthildur voru allt í öllu í sóknarleik Íslands. Þær fundu sig mjög vel saman en eins og við mátti búast fékk Ísland ekki mörg færi í leiknum. Í einu af fáum skoraði Margrét Lára með skalla sem lak inn af markverði Frakka eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur. Þrátt fyrir þunga pressu stóran hluta leiksins fundu þær frönsku ekki leið framhjá íslensku stelpunum sem börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn. Þær knúðu fram ótrúleg úrslit og halda svo sannarlega uppi heiðri A-landsliða Íslands. Stelpurnar sýndu fádæma baráttu undir dyggri stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og eiga hrós skilið. Íslenski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið náði í gær einum bestu úrslitum í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á Frökkum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið gegn sjöundu bestu þjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Stelpurnar virtust ögn stressaðar í upphafi leiks og voru full fljótar að sparka boltanum fram undir lítilli pressu. Frakkar spiluðu mjög vel saman en gekk illa að komast í góð marktækifæri. Þess í stað freistuðu þær þess að skjóta af löngum færum sem trufluðu Þóru B. Helgadóttur lítið í markinu. Stelpurnar okkar seldu sig illa á tíðum en það kom sem betur fer ekki að sök. Stelpurnar voru mjög ákveðnar í fyrri hálfleik og létu finna fyrir sér. Þrátt fyrir skotveislu Frakka var lítil hætta á ferðum og Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir sköpuðu oft usla í vörn gestanna, án þess þó að skapa dauðafæri. Þrátt fyrir að fá pláss til að athafna sig var vörn Íslands svo þétt og vel skipulögð að ein besta þjóð heims var ekki líkleg til að skora fyrr en í síðari hálfleik. Þá varði Þóra meistaralega í þrígang og hélt liðinu inn í leiknum. Auk þess fóru Frakkar illa að ráði sínu í tveimur dauðafærum. Margrét og Ásthildur voru allt í öllu í sóknarleik Íslands. Þær fundu sig mjög vel saman en eins og við mátti búast fékk Ísland ekki mörg færi í leiknum. Í einu af fáum skoraði Margrét Lára með skalla sem lak inn af markverði Frakka eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur. Þrátt fyrir þunga pressu stóran hluta leiksins fundu þær frönsku ekki leið framhjá íslensku stelpunum sem börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn. Þær knúðu fram ótrúleg úrslit og halda svo sannarlega uppi heiðri A-landsliða Íslands. Stelpurnar sýndu fádæma baráttu undir dyggri stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og eiga hrós skilið.
Íslenski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira